2.10.2008 | 15:53
Hundrað milljarða spurningin
Eigum við að trúa því að stjórnarformaður í þriðja stærsta banka Íslands hafi óskað eftir viðræðum við Seðlabanka Íslands til að ræða málin, engin sérstök vandkvæði hafi verið hjá bankanum, þó að vissulega hafi verið blikur á lofti hvað varðaði greiðslugetu hans á erlendum lánum sem voru á gjalddaga fljótlega.
Eftir að starfsmenn hans hafa sent í Seðlabankann hugmyndir að ýmis konar veðum (en athugið að ennþá var stjórnarformaðurinn eingöngu að ræða stöðuna) sem bankinn virðist hafa hafnað, fær stjórnarformaðurinn tilboð frá bankanum um að bankinn leggi til fé að upphæð 84 milljarða og eignist 75% hlutafjár í bankanum.
Þrátt fyrir að hafa aðeins verið að athuga hvaða möguleikar væru í stöðunni grípur stjórnarformaðurinn þetta tilboð og skrifar undir það og gengur í það að fá aðra stóra hluthafa til að gera það sama. Með þessu afsala þeir sér eitthvað á annað hundrað milljarða til ríkisins sem hagnast um þá upphæð.
Síðan fara hluthafarnir að tala um bankarán.
Trúir þessu einhver?
Ég get ekki annað sagt en að ef stjórnunin á bankanum hefur verið eitthvað í líkingu við þetta, er ekki að undra að hann sé kominn í vandræði.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.