Samkvæmt væntingum

Þetta var eins og ég átti von á.  Þó að upphaflega hafi þessi refsing komið mér nokkuð á óvart, fannst mér það augljóst þegar nánari leiðbeiningar voru gefnar í síðustu keppni, að þessi niðurstaða myndi standa.

En spennan er í hámarki í keppni bílsmiða, 1. stig sem skilur að Hamilton og Massa og munurinn í keppni bílmsiða sömuleiðis verið að minnka.

Það verða því spennandi keppnir og næsta víst að úrslitin verða ekki ráðin fyrr en í þeirr síðustu, sem er auðvitað hið besta mál.

Ég er farinn að hlakka til að sjá kappana keppa í Singapore


mbl.is Hamilton tapaði áfrýjuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er svolítið skemmtileg útfærsla hjá þeim.

Það er ákveðin regla í gildi sem gefur rými til túlkunar og hefð hefur skapast fyrir ákveðinni túlkun.

Svo gerist það að reglan er brotin, það er jú engin spurning, en hagnaðurinn gefinn til baka samkvæmt hefðinni. En dómarar mótsins telja engu að síður að það hafi ekki verið nóg, sem þeir hafa fullt svigrúm til að gera innan texta reglnanna, en ekki miðað við hefðina að mínum dómi.

Dómnum er áfrýjað og þá dettur FIA það í hug að gefa út ákveðna túlkun á reglunni sem formlega og hún er ekki í samræmi við hefðina sem hafði myndast. Og um þessa hefð sé ég ekki að sé mikill vafi heldur, mótstjóri hvers einasta móts undanfarin fjöldamörg ár, Charlie Whiting mat þetta sem rétt gefið til baka hagnaðinn.

Ég get bara ekki séð þetta á annan hátt en að það sé verið að hygla einu liði utan brautar og það er megn skítalykt. Það getur verið að mín afstaða mótist af því að það eru ekki mínir menn sem er verið að hygla. Ef öfugt væri, væri ég eflaust sáttur við að munurinn sé bara 1 stig, en ég trúi samt að mér gæti ekki þótt þetta réttlátt þó ég væri rauður í gegn.

Kv. Eggert

Eggert (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:01

2 identicon

Já enn og aftur styrkist maður í trúnni að Formúla 1 sé bara keppni um 2. sætið. Fyrsta sætið er frátekið fyrir Ferrari og þeir eiga að fá það með öllum leiðum.

Þegar byrjað var að sýna frá Fomúlunni var Ferrari liðið mitt. Smám saman hefur hins vegar fjarað undan þeim stuðningi mínum við liðið þegar maður sér hvað eftir annað að brot ökumanna Ferrari eru meðhöndluð á annan hátt en brot ökumanna annara liða (dæmi: þegar Schumacher snerist "óvart" í tímatökunni og drap "óvart" á honum þannig að hann lokaði brautinni algerlega fyrir helstu keppinautum sínum til að þeir gætu ekki náð betri tíma). Þar að auki sér maður ekki að nokkur ákæra Ferrari hafi ekki verið samþykkt hjá þessum svokölluðu dómstólum formúlunnar eða að kæra gegn Ferrari fáist samþykkt hjá þeim (sbr. þennan "dóm" þeirra sem gengur þvert á venjubundna túlkun í íþróttinni og er í samræmi við síðaritímatúlkun (ferrari)stjórnenda Formúlunnar).

Verð ég nú að segja það sem mína skoðun að ég er algerlega búinn að tapa allri tiltrú á þessari "íþrótt" og hef ekki lengur hið minnsta gaman að horfa á hana og vona svo innilega að sjónvarpsstöðvar hér á landi hætti að sýna frá þessum skrípaleik og velji sér í staðinn einhvern annan af mörgum mjög svo skemmtilegu akstursíþróttum til að sýna frá. Má þar t.d. nefna A1 ef sú keppni er enn í gangi en Sýn fór að sýna frá þeirri keppni hér um árið og var það miklu mun skemmtilegri kappakstur. Þar var sko verið að keppa um sæti en ekki bara að aka hring eftir hring í halarófu eins og er í formúlinni (hættur að nota stóran staf í upphafi nafnsins, keppnin ber það bara ekki).

Kv. í von um skemmtilegri kappakstri í sjónvarpi

Siggi 

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband