Illa skrifuð (þýdd) frétt

Auðvitað er þetta spaugilegt.  Alltaf þegar mistök af þessu tagi gerast má og á að hlægja.  Vissulega skiptir þetta ekki miklu máli og það var vissulega ekki McCain sem reyndi að halda því fram að hann hefði komið að þróun BlackBerry heldur aðstoðarmaður hans.

En það er lokaklausan í fréttinni sem gerir hana svo ranga.  Þar segir:

„Ef John McCain hefði ekki sagt að undirstöður efnahags bandarísku þjóðarinnar væru styrkar sama dag og þjóðin gengur í gegnum eina sinni verstu krísum á fjármálamörkuðunum þá hefði sú staðhæfing að hann fann upp BlackBerry tækið verið það fáránlegasta sem hann sagði þessa vikuna," hafði fréttavefur CNN eftir Matt McDonald talsmanni Barack Obama.

Berum þetta svo saman við nokkuð sömu klausuna í frétt Globe and Mail, þar segir:

In a statement, Democratic candidate Barack Obama's campaign spokesman Bill Burton said: “If John McCain hadn't said that ‘the fundamentals of our economy are strong' on the day of one of our nation's worst financial crises, the claim that he invented the BlackBerry would have been the most preposterous thing said all week.”

Ekki alveg sambærilegt, eða hvað?

Þegar fréttin á mbl.is er lesin, er skilningur minn að Matt McDonald, talsmaður Obama hafi haldið því fram að McCain hafi sagt sjálfur að hann hafi komið að þróun BlackBerry.  Sú er ekki raunin þegar lesin er frétt Globe and Mail, þar sem haft er Bill Burton að sú fullyrðing að McCain hafi komið nálægt þróun BlackBerry "would have been the most preposterous thing said all week.”, ef ekki hefði komið til sú yfirlýsing hans að grunnur Bandarísks efnahagslífs væri traustur.

Á þessu er mikill munur.  En þar sem ég var farinn að stúdera þetta og mbl.is vitnar í CNN, ákvað ég að skreppa á vefinn þeirra og lesa þar.

Þar má lesa í fréttinni:

"The Obama campaign responded to the McCain adviser's comments Tuesday shortly after they were reported.

"If John McCain hadn't said that 'the fundamentals of our economy are strong' on the day of one of our nation's worst financial crises, the claim that he invented the BlackBerry would have been the most preposterous thing said all week," said Obama campaign spokesman Bill Burton.

Meanwhile, McCain senior aide Matt McDonald said that the senator "laughed" when he heard the comment.

"He would not claim to be the inventor of anything, much less the BlackBerry. This was obviously a boneheaded joke by a staffer," McDonald said."

Þar er aftur vitnað í sama Bill Burton talsmann Obmaa og gert er hjá Globe and Mail, en Matt McDonald er orðin aðstoðarmaður McCain, en er ekki lengur talsmaður Obama, eins og hann er í frétt mbl.is

Hér hefur því sitthvað skolast til.

 

En upprunalegur orðaskiptin voru á þessa leið:

The adviser, Douglas Holtz-Eakin, was briefing reporters on Mr. McCain’s prescriptions for the meltdown on Wall Street, and citing his experience as the chairman of the commerce committee, when he was asked what Mr. McCain had done on the commerce committee that would show Americans that he understands financial markets.

“He didn’t have jurisdiction over financial markets, first and foremost,’’ Mr. Holtz-Eakin said, before wandering into more politically perilous ground.

“But he did this,’’ he said, holding up what looked like a BlackBerry. “The telecommunications of the United States, the premier innovation of the past 15 years, comes right through the commerce committee. So you’re looking at the miracle that John McCain helped create. And that’s what he did.’’

 


mbl.is Uppfinningamaðurinn John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband