16.9.2008 | 16:32
Frumkvæði heimamanna
Þessi frétt á vef RUV finnst mér allrar athygli og ánægju verð.
Þarna hafa heimamenn frumkvæði að virkjun jarðhita, hyggjast standa sjálfir að uppbyggingu virkjunar og selja raforkuna. Virðast hvergir bangnir og haf líklega þreifað fyrir sér með raforkusölu áður en þeir hyggjast hefja uppbyggingu.
Það er gott að heimamenn hafi frumkvæði í þessum efnum, markar nokkur tímamót, ef af verður, í sögu orkufyrirtækja á Íslandi, þó að margar virkjanir séu og hafi verið í einkaeigu.
En orkuöflun og áætlanir þar að lútandi hefur oft verið umdeildar í Mývatnssveit, að er vonandi að þessar fyrirætlanir njóti stuðnings í sveitinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.