14.9.2008 | 03:19
Tíðindi af Bjórá
Það er allt bærilegt að frétta af Bjórárfólkinu. Eftir gott og skemmtilegt sumar er haust og vetrartakturinn tekinn að færast yfir.
Foringinn er nú búinn að vera í skólanum eina viku og er yfir sig ánægður. Eistneski leikskólinn byrjaði í dag, þannig að nú er hann í "námi" 6. daga vikunnar.
Jóhanna er ekki alveg sátt við að fá ekki að fara í "dólann", en sættir sig þó við sitt hlutskipti. Er þó sáttust þegar hún labbar með okkur í skólann og fær ef til vill að "taka örlítið í", á leikvellinum við skólann. Vera með hinum krökkunum.
Núna er afi frá Eistlandi í heimsókn, það vekur alltaf lukku og kátínu.
En annars er ekki frá miklu að segja, en allt eins og það á að vera. Hitinn ennþá yfirleitt í kringum tuttugu stigin, en skelfilega rakt undanfarna daga og nokkuð um rigningar.
Hér fylgja svo með nokkrar myndir af Flickr, smella má á myndirnar til að sjá þær stærri. Þeir sem áhuga hafa fyrir fleiri myndum er bent á: http://www.flickr.com/photos/tommigunnars
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.