9.9.2008 | 05:59
Hlessa
Ég verð að viðurkenna að þessi úrskurður kom mér í opna skjöldu. Ég ætti ekki von á að nokkuð yrði aðhafst, enda atvikið ekki þess gerðar að auðvelt sé að skera úr um.
Ég hefði haldið að eins og í öðrum dómsmálum, þá ætti allur vafi að vera "sakborningnum" til bóta.
Vissulega má deila um hvort að Hamilton hafi hagnast á brotinu eður ei. En persónulega finnst mér alltof mikill vafi ríkjandi til þess að þessi úrskurður sé rökréttur.
Það væri fróðlegt að sjá frekari rökstuðning fyrir þessum dómi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.