20.8.2008 | 01:47
Minnihluti eða minnihlutar?
Ég er að velta því fyrir mér hvort að eitthvert formlegt samstarf verði hjá minnihlutanum í borgarstjórninni, t.d. við kosningu í nefndir og annað slíkt?
Og hvort slíkt samstarf verði eitthvert það sem eftir lifir kjörtímabilsins?
Eða verður Ólafur F. einn og sér?
Það er alla vegna skrýtið að hugsa til þess að Marsibil Sæmundsdóttir (sem taldi engan geta eða vilja starfa með Ólafi F.) og Margrét Sverrisdóttir starfi með Ólafi F. í einum sameinuðum minnihluta?
En auðvitað á aldrei að segja aldrei, eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.