Af hverju hættir Marsibil ekki í borgarstjórn?

Mér þykir frekar erfitt að skilja framgöngu Marsibil Sæmundsdóttur í borgarstjórn.  Hún virðist hreint alls ekki vilja vera í meirihluta.  Hún virðist ekki vilja aukin áhrif.

Þegar þessi frétt er lesin á Vísi, kemur í ljós að hún telur að engin (hún sjálf líklega meðtalin) geti unnið með Ólafi F.  Í meðfylgjandi frétt kemur svo í ljós að hún telur sig alls ekki geta unnið með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.  Hún telur sig sem sagt ekki geta unnið með 8 af 15 borgarfulltrúum í Reykjavík. 

Ef allir borgarfulltrúar í Reykjavík sýndu slíkan "samstarfsvilja" væri það ljóst að engin leið væri að mynda starfhæfan meirihluta.

Það er ekkert óeðlilegt að borgarfulltrúar (eða varaborgarfulltrúar) kjósi frekar að vinna með "einum" frekar en "öðrum", en þeir eru kosnir til að stjórna borginni og því er æskilegt að myndaðir séu meirihlutar.  En ef til vill er þessi skortur á "samstarfsvilja" það sem hefur valdið því að ástandið í borgarstjórn Reykjavíkur er eins og það hefur verið.

En Marsibil virðist ekki hugnast meirihluti þess fólks sem Reykvíkingar kusu sem fulltrúa sína. Hún vill ekki starfa með þeim.

Væri ekki eðlilegast að Marsibil segði sig hreinlega frá borgarstjórn?

P.S.  Ef til vill er Framsóknarflokkurinn einfaldlega að aðlaga sig nýjustu "tískulínunum" sem Samfylkingin hefur lagt í pólítíkinni, þar sem flokkurinn er sífellt bæði fylgjandi og á móti flestum máli.


mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst hún gera rétt ef henni er þannig innanbrjóst að hún hugnast ekki vinnubrögð borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og vilji ekki hafa neitt með þau og þeirra vinnubrögð að gera .Og ætla má að margir borgarbúar virði hana fyrir afstöðu sína.Eina rétta núna væri að kjósa upp á nýtt í borginni  því núverandi kosnir fulltrúar hafa gjörsamlega misst allan trúverðugleika og hafa komið óorði á stjórnmál og stjórnmálamenn. Nei þetta fólk er ekki rétta fólkið til að hreysa til og vinna til baka misst traust og trúverðugleika í hugum kjósenda í Reykjavík og landinu öllu því sorgarsagan í Reykjavík hefur opnað augu íslendinga fyrir því hve lágkúruleg stjórnmál eru á Íslandi og hve mikið af röngu fólki hefur tekist að koma sér þar fyrir.

Jon Mag (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað má til sanns vegar færa að það sé gott að hún standi við sannfæringu sína, en væri þá ekki betra fyrir hana að stíga skrefið til fulls og hreinlega segja sig frá borgarstjórninni?

Hún virðist ekki geta átt samleið með líklegustu "meirihlutunum".

En borgarfulltrúar verða líka að geta unnið úr stöðunni, geta unnið með það sem þeir hafa í höndunum, en ekki bara einhverja óskastöðu.

Það er einfaldlega ekki í stöðunni að kjósa, lögin gera ekki ráð fyrir því. Það er ekkert til sem heitir "borgarstjórnarrof".

Borgarfulltrúar (og varaborgarfulltrúar) verða því að geta unnið út frá stöðunni eins og hún er.

En mér þykir það heldur ekki bera vott um mikla "prinsippmanneskju" að vera bæði á móti og með nýja meirihlutanum.  Marsibil styður hann ekki en ætlar ekki að fella hann.  Hann verður því að hluta til á hennar ábyrgð, ef svo má að orði komast, en hún styður hann ekki.

Hún tekur því hálfgert "Samfótrikk" á þetta og er bæði með á móti, en meira að segja Samfylkingin hefur þó ekki boðið upp á slíkt nema með fleira en einni manneskju.  En Framsóknarflokkurinn er fámennur flokkur núorðið, því er ef til vill ekki nema eðlilegt að sumir flokksmenn þurfi að inna af hendi fleiri en eitt "starf".

G. Tómas Gunnarsson, 15.8.2008 kl. 14:28

3 identicon

Sammála þér, hún á auðvitað að hætta, hún var kosin til að vinna með sínum flokki og sínum mönnum. Hún virðist gleyma að hún er þarna í umboði fólks sem kausa hana og Framsókn.

Það er eins og fólk haldi að það sé þarna fyrir sjálfan sig og sínar hugsjónir!! Þvílíkur þvættingur, við verðum bara að fara hætta að kjósa svona "ungt og reynslulítið" fólk. Okkur er alveg sama hvað henni finnst, hún á að fylgja flokknum!

Sigríður (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú líklega ekki lausnin að flokksagi ráði, en það væri óskandi að skynsemin yrði í því hlutverki.

Hvaða meirihluta sér Marsibil fyrir sér í núverandi stöðu? 

En svo setur eindregin stuðningsyfirlýsing Framsóknarfélaganna Marsibil í leiðinlega stöðu.  Ef til vill er best fyrir hana að stíga skrefið til fulls og ganga hreinlega í Samfylkinguna.  Er það ekki deginum ljósara að þar vill hún vera?

G. Tómas Gunnarsson, 15.8.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Marsibil var kjörinn borgarfulltrúi og það kjör gildir til fjögurra ára. Það að hún vilji ekki taka þátt í þessum hringlanda og rugli gerir ekki það að verkum að hún eigi að segja sig úr borgarstjórn. Varðandi það að það eigi bara að kjósa er bara ekki í boði vegna þess að landslög leyfa slíkt bara ekki. Og ef ætti bara að kjósa um leið og einhverjir fara í fýlu í hinum ýmsu sveitarfélögum færi auðvitað allt í tómt rugl. Þeir sem eru kjörnir og n.b. það fara allir í framboð með frjálsum vilja, og eiga bara að sitja þann tíma sem þeir óskuðu sjálfir eftir að fá að sitja í viðkomandi sveitarstjórn.

Gísli Sigurðsson, 15.8.2008 kl. 18:41

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er að sjálfsögðu rétt að Marsibil var kjörin vara, varaborgarfulltrúi (síðan hefur eitt "vara" dottið af.) til fjögurra ára.  Um það er ekki deilt.

En það sem mér þykir skrýtið er hvaða erindi hún telur sig hafa þar?  Hvert telur hún sitt hlutverk þar?

Nú gengur hún gegn vilja þess flokks sem hún starfar í og hefur lýst því yfir að hún geti í raun ekki starfað með 8 af 15 borgarfulltrúum.

En það er æskilegt að starfhæfur meirihluti sé til staðar í borgarstjórn. 

Hvaða mögulegum meirihluta er Marsibil tilbúin að starfa með?  Engum?

Það þarf stundum að gera fleira en það sem gott þykir, líka í pólítík.  Þannig er öxluð ábyrgð, ekki með því að hlaupa útundan sér.

G. Tómas Gunnarsson, 15.8.2008 kl. 18:51

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Marsibil á að segja af sér og fylgja sannfæringu sinni.  Hún vill ekki starfa með flokknum sem kom henni á framfæri. 

Samfylkingin myndi eflaust henta henni betur svona hugsjónalega séð, en það er skiljanlegt að hún þráist við því að þar yrði hún ekki varaborgarfulltrúi fyrr en eftir 30 ár. 

Kolbrún Hilmars, 15.8.2008 kl. 20:49

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hefur loðað svolítið við Framsókn undanfarin ár að þangað sæki fólk sem ef til vill eigi ekki mikla samleið með flokknum, en þar sem "metorðastiginn" lægstur.

Hvort að það gildir um Marsibil, ætla ég ekki að dæma um, til þess þekki ég of lítið til hennar.

G. Tómas Gunnarsson, 15.8.2008 kl. 23:20

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála því að konukindin eigi að segja af sér, hún á ekkert erindi í borgarstjórn með þessa þvermóðsku, hún getur átt sína sannfæringu heima hjá sér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2008 kl. 02:08

10 identicon

Tómas,

Þús segir:

"En borgarfulltrúar verða líka að geta unnið úr stöðunni, geta unnið með það sem þeir hafa í höndunum, en ekki bara einhverja óskastöðu."

á það ekki við sjálfstæðisflokkinn líka???

Kveðja,

Ester

Ester (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 11:10

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað á það líka við um Sjálfstæðisflokkinn.  En hann hefur staðið sig ágætlega með að vinna úr því sem þeir hafa í höndunum.  Nýi meirihlutinn er nú ágætis staðfesting á því.

G. Tómas Gunnarsson, 16.8.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband