Orkuútrás fyrir alla

Mér lýst ágætlega á þessar hugmyndir um að gera REI að fjárfestingarsjóði, þar sem Orkuveitan leggi aðeins fram þekkingu sína og viðskiptavild.

Ekki verði farið með fjármuni orkuveitunnar í erlend áhættuverkefni.

Mér lýst einnig gríðarlega vel á að sjóðurinn verði öllum opinn, og eins og segir í fréttinni:  "... sem fjárfestum verði boðið að kaupa hlut í á jafnræðisgrundvelli." 

Í mínum huga er það algert grundvallaratriði, þegar samkrull opinbers fyrirtækja og einkaaðila að það sé gegnsætt og opið.  Það að handvelja fjárfesta er ekki góð latína.

En þessi hluti fréttar mbl.is, stangast að vissu marki (skilgreining á fjárfesti, er að vísu nokkuð á reiki, persónulega tel ég að "almenningur" geti auðveldlega fallið þar undir) á við það sem lesa má á Vísi, en í frétt þar segir"Líklega verður aðeins fjárfestum og fjármálafyrirtækjum gefinn kostur á því að fjárfesta í sjóðnum. Ekki er víst að almenningi gefist tækifæri á því að taka þátt í sjóðnum, að sögn Sigrúnar en þó á enn eftir að útfæra hvernig þessum málum verði háttað"

En ég myndi stinga upp á því að gengið yrði skrefinu lengra.  Tilvalið er að bjóða viðskiptavinum orkuveitunnar, öllum með tölu að taka þátt í útboði á vegum REI.  Það eru jú þeir sem eiga hvað stærstan þátt í uppbyggingu fyrirtækisins og hvað það er vel statt í dag.

Þannig væri öllu viðskiptavinum orkuveitunnar boðið upp á að kaupa t.d. 100, 200 eða 300 þúsund króna hlut í fjárfestingarsjóðnum (þetta má auðvitað útfæra á ýmsa vegu).  Jafnframt væri þeim boðið að upphæðinni væri dreift á orkureikninga þeirra á næstu 12 mánuðum.

Þetta tryggði að fleiri kæmu að verkefninu og gæfi einstaklingum góðan og auðveldan kost á að fjárfesta í REI, ef þeir hefðu áhuga á.  Einstaklingar hefðu þá möguleika á því að hagnast þegar þekkingin "í fyrirtækinu þeirra", væri nýtt til útrásar á erlendri grund.  Ekki aðeins fjármálafyrirtæki og "fjárfestar".

En vonandi næst sátt um REI á þessum nótum, og ekki verra ef almenningur fær að vera með. Orkuveitan er jú "hans" fyrirtæki.


mbl.is Orkuveitan áfram í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband