25.11.2006 | 17:53
Afleit ákvörðun
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hver er tilgangurinn með þessari breytingu. Ja, nema að það skín líklega í gegn að það á að ná í meira fé af almenningi.
Það sem líklega rætnast við þessa breytingu er að fénu á að ná af þeim sem sýna ráðdeildarsemi og kaupa ódýrari tegundir.
Það er löngu tímabært að fara að líta á áfengi sem hverja aðra vöru, lækkun virðisaukaskattsins er reyndar örlítið skref þá áttina og mun auðvelda að flytja áfengi yfir til matvöruverslana ef og þegar sú ákvörðun verður tekin. En um leið og það framfaraskref er tekið er tekið jafn stórt ef ekki stærra skref afturábak, þar sem innkaupsverð áfengis hefur minni áhrif á endanlegt verð en áður.
Neytendur fá sem sé ekki að njóta þess að kaupa ódýrari tegundir áfengis. Innflytjandinn hefur sömuleiðis minni hvata til að leita besta verðs, eða leitast við að flytja inn ódýrari tegundir.
Þetta er svipað og ef allir bílar bæru sömu innflutningsgjöldin, 2. milljónir á bíl burt séð hvort um væri að ræða Yaris eða Land Cruiser.
Það er tímabært að breyta gjöldum á áfengi (svo lengi sem vilji er til að halda í þau) í það að vera hlutfall af verði, þannig að rétt eins og hvað varðar að aðrar vörutegundir þá endurspeglist innkaupsverð í útsöluverði áfengis.
Ákvörðun ráðherra um hækkun áfengisgjalds gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.