Ekki Massa dagur

Frábær akstur Massa í upphafi Ungverska kappakstursins gladdi mig svo sannarlega.  En það var jafn grátlegt að sjá Ferrari vélina gefa sig þegar aðeins 3. hringir voru eftir.

Hamilton var sömuleiðis óheppinn, hefði líklega unnið auðveldan sigur eftir óhapp Massa, ef ekki hefði ekki hent að framdekkið hjá honum sprakk.  Það var þó lán í óláni fyrir hann að það gerðist á nokkuð hentugum tíma (ef einhvern tíma er hentugur tími til þess að láta dekk springa hjá sér).  Hann komst inn á þjónustusvæðið og gat fyllt sig af bensíni til enda og þurfti ekki að taka aukahlé.

Raikkonen sýndi enga meistaratakta í þessum kappakstri, en vann sig jafnt og þétt upp, sérstaklega á óhöppum hjá öðrum ökumönnum.  En hann þarf að taka sig á ef hann ætlar að hampa titlinum í vor.

En Kovalainen átti góðan dag, og vann sinn jómfrúarsigur, og Glock kom skemmtilega á óvart og náði öðru sætinu. 

"Úgríarnir" hérna ráða sér varla fyrir kæti yfir því að tveir "úgríar" hafi verið á verðlaunapalli og verður að viðurkennast að það er harla vel að verki staðið hjá Finnunum.

En Ferrari þarf að gera mun betur en þetta.


mbl.is Kovalainen fagnar óvæntum jómfrúarsigri í Búdapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband