2.8.2008 | 13:12
Nokkrir dagar eftir Tallinn - Myndir
Þá er að líða að lokum dvalar Bjórárfjölskyldunnar hér í Tallinn og nágrenni. Eldsnemma á mánudagsmorgunin er meiningin að taka ferjuna yfir til Finnlands og fljúga þaðan um eftirmiðdaginn til Íslands.
Þar verður gert stutt stopp, eða fram á föstudag. Þá verður haldið heim á leið til Toronto.
Verslunarmannahelgin fram hjá Tallinnarbúum, eins og vera ber, en þó hefur verið fjarskalega gott veður hér undanfarna daga og hefur víða mátt sjá fólk vera að gíra sig upp fyrir "strandpartý". Um kvöldmatarleytið í gær mættum við mörgum hópuk af unglingum sem virtust "grunsamlega" vel útbúin af handklæðum og kælitöskum og virtust þau öll stefna til sjávar, svona rétt eins og læmingjar.
En dvölin hér hefur verið góð, og borgin hefur skartað sínu fegursta. Hér má sjá nokkrar myndir sem ég hef tekið hér undanfarna daga. Þeir sem vilja sjá fleiri myndir geta farið á http://www.flickr.com/photos/tommigunnars Þeir sem vilja geta svo klikkað á myndirnar til þess að sjá þær stærri og flytjast með því yfir á Flickr síðuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.