2.8.2008 | 13:33
Í rétta átt
Það er óneitanlega jákvætt ef að meira jafnvægi er að komast á viðskipti Íslendinga við útlönd. Í fljótu bragði má draga þá ályktun af þessarri frétt að gengi krónunnar sé á nokkurn veginn réttu róli þessa dagana. Styrking væri þá af hinu illa og yki hættuna á því að halli yrði á viðskiptunum.
Það sem til þarf að koma svo að styrking krónunnar sé raunhæf er aukin útflutningur, aukin framleiðsla.
Það ástand sem hefur ríkt undanfarin ár hefur haft í för með sér gríðarlegan innflutning, enda má ef til vill segja að erlendar vörur hafi verið á afar hagstæðu verðu, en innlendar að sama skapi á óhagstæðu.
Það hefur sést vel, t.d. í húsnæðisverði, en Reykjavík hefur verið með eitthvert allra hæsta húsnæðisverð, en þess verður þó að geta að þar er ekki um gengið eitt að ræða.
En þessi breyting á genginu hefur margar jákvæðar hliðar, þó aðrar séu ekki ánægjulegar. Í þessarri frétt á Vísi, má lesa um stóraukna verslun erlendra ferðamanna á Íslandi. Þeir eru enda fleiri en einn tölvupósturinn sem ég hef fengið þar sem sagt er frá því hve hagstætt sé að versla á Íslandi, sökum þess að gengið hafi fallið.
En að ferðamenn versli meira er auðvitað sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að ekki er ólíklegt að þeim fari fækkandi á allra næstu árum.
Hækkandi eldsneytisverð og aðrar boðaðar álögur á flug, er líklegar frekar en hitt til að draga úr ferðamannastraumi um heiminn, sem og almennt verra efnahagsástand. Líklega verður samdráttur á Íslandi sem annarsstaðar.
Slæmu hliðarnar eru auðvitað að innfluttar vörur hækka, kaupgeta í erlendum myntum lækkar og þar fram eftir götunum.
En var það ekki óumflýjanlegt, hvað annað var í spilunum? Atvinnuleysi?
Afgangur af vöruskiptum í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Viðskipti og fjármál, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Ég hef lengi verið að velta fyrir mér þessum vöruskiptahalla.... Við erum með mörg þúsund erlendra verkamanna hér á landi, þeir senda nánast öll laun sín úr landi, einnig erum við með mörg þúsund erlendar eiginkonur (sem senda laun sín úr landi, þekki það af fjölskyldutengslum). Hvað kallast þessi gjaldeyrisútflutningur?
tatum, 2.8.2008 kl. 21:28
Ekki þekki ég nákvæmlega hvað þessar gjaldeyrissendingar kallast, en ég held að þær séu ekki stór partur af heildarmyndinni.
Sé sú vinna sem þessir aðilar stunda er í flestum tilfellum mikils virði fyrir þjóðarbúið. T.d. eru afar margir af erlendu bergi brotnir sem starfa við fiskvinnslu, sem stór hluti gjaldeyristekna Íslendinga kemur frá.
Ég held að leita verði meginástæðna viðskiptahallans annarsstaðar.
G. Tómas Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.