Af West Ham

Nú þegar Íslendingar hafa eignast West Ham, eru sumir að velta því fyrir sér hvað Björgólfur meinar með því að kaupa West Ham, það náist engin samlegðaráhrif og þetta falli ekki inn í reksturinn.

Það má til sanns vegar færa að vissulega hefði það verið hentugra að Jón Ásgeir og Baugur hefðu keypt félagið, enda hefði Bónus grísinn sómt sér vel í merki félagsins og vel hefði mátt hugsa sér að markaðsetja svínakjötslínu undir nafni West Ham í verslunum Baugs.

Það má líka velta fyrir sér nú þegar Íslendingar hafa eignast þetta fornfræga Enska knattspyrnufélag, hvort að Ólafur Ragnar muni ekki koma að málinu, en hann hefur verið óþreytandi við að leggja "útrásinni" lið, enda verið talsmaður "útflutningsleiðarinnar" um langt árabil.  En það er spurning hvort að Ólafur verði ekki gerður að sérstökum verndara West Ham, það væri nú alldeilis ekki óviðeigandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband