Frostrósir

FrostrosÞað er nú heldur farið að kólna hér í Toronto, svona rétt eins og víðast hvar á norður hvelinu.  Undanfarnar vikur hef ég undrað mig á því hvað rósirnar hér í garðinum hafa verið veðurþolnar, við klipptum þær reyndar flestar niður, en leyfðum þó tveimur runnum að standa, þeim sem voru blómstrandi.

Og þeir hafa haldið áfram að blómstra, allan nóvember hafa rósirnar verið útsprungnar og fallegar, en í morgun blöstu "frostrósir" við okkur út um gluggann, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem ég smellti af um 8 leitið í morgun.

Falleg sjón, en líklega er þetta endalok rósanna, þangað til í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband