15.7.2008 | 16:18
Legið fyrir
Það hefur ekki blásið allt of byrlega núna síðasta sólarhringinn. Það skiptir víst sjúkdómana engu máli h.vort menn eru í sumarfríi eður ei. Þannig náði ég mér í einhverja skrattans hitasótt og hef legið marflatur fyrir henni síðasta sólarhringinn.
En þetta horfir nú þegar til betri vegar. Svitinn streymir enn þá út, en beinverkirnir og hitinn eru á niðurleið. Vonandi hef ég náð mér að fullu á morgun.
En ég er reyndar sá eini af fjölskyldunni sem hef náð í þessu óþægindi, börnin hlaupa um jafn spræk sem áður og konan kennir sér einskis meins. Þetta er ef til vill einhver bölvuð veira sem leggst eingöngu á útlendinga.
Það er kominn tími til að hrista þetta af sér.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.