Lýsir úran Saddams upp Bjórá í vetur?

Þetta er nokkuð merkileg frétt og um er að ræða þó nokkuð mikið magn af úrani, eða um 550 tonn af svokallaðri "gulköku".

Kaupandinn er Kanadíska fyrirtækið Cameco, sem mun vera stærsti úran framleiðandi í heimi eftir því sem ég kemst næst.

"Gulkakan" mun víst hafa verið flutt með skipi til Montreal, en þaðan mun leið hennar liggja til Blind River, en þann spöl fer hún með flutningabílum og þarf víst um 50 slíka til.  Þar verður þessu hráefni breytt í eldsneyti fyrir orkumframleiðslu, en u.þ.b. 50% af þeirri orku sem er notuð hér í Ontario kemur frá kjarnorkuverum.

Það er því einhverjar líkur á því að úran Saddams lýsi Bjórá upp í skammdeginu.

En hér eru nánari fréttir af þessum flutningum, Globe and Mail og National Post.


mbl.is Úran flutt frá Írak til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekkert merkileg frétt.

Þessi "Yellow cake" var vel þekkt og vopnaeftirlitsmenn S.Þ. pökkuðu henni og innsigluðu eftir flóabardaga hin fyrri.

Það eru bara kjánar sem lesa eitthvað spennandi út úr þessu.

Fransman (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er í sjálfu sér rétt að þetta er ekki stórmerkileg frétt, en þó er hún vel til þess fallin að minna á hvers kyns fyrrverandi stjórnvöld voru.  Auðvitað vissu flestir af tilvist þessar "gulköku" og sjálfsagt eru einhverjir sem trúa því að með henni hafi Saddam ætlað að "færa rafmagn í sveitirnar", en staðreyndin er vissulega önnur.

G. Tómas Gunnarsson, 11.7.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband