Starfsmaður fyrir Umhverfisráðuneytið?

1369845Rakst á þessa skemmtilegu frétt þegar ég var að þvælast um á netinu.  Í ljósi atburða í Skagafirði undanfarnar vikur, datt mér að sjálfsögðu í hug að þarna væri kominn maður sem smellpassaði í vinnu hjá Umhverfisráðuneytinu.  Ég hugsa að Þórunn Birna yrði ekki svikin af slíkum hugsjónamanni.

Eins og kemur fram í fréttinni, hljóp bangsi í sjóinn eftir að hafa verið skotinn með deyfilyfi.  Adam Warwick, varð þá ljóst að dýrið var í hættu og skutlaði sér á eftir því eftir að hafa svipt sig klæðum.

Er það ekki nákvæmlega svona maður sem ráðuneytið þarf á að halda í stöðu bjarndýraeftirlitsmanns á Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 4.7.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband