Magnaður kúrs - hjá Ferrari

Sökum anna í morgunsárið sá ég ekki nema síðasta hlutann af tímatökunni, en það í sjálfu sér nægði.

Góður árangur hjá Ferrari leggur vonandi grunninn að 1 - 2 sigri þeirra á morgun.

En Alonso sýnir góða takta, en það hlýtur að vera um nokkur vonbrigði að ræða hjá Kovalainen og Kubica að hafa ekki náð betri árangri, að sama skapi vekja rauðu nautin, DC og Webber athygli.

Hamilton nær ásáttanlegum árangri, en verður færður aftur um 10 sæti.

En það sem er að sjálfsögðu aðal spurningin er hvernig eldsneytishleðslan er.  Hvað eru þessir drengir með á tönkunum?  Nú er Magny Cours betur til þess fallinn en margar aðrar brautir að taka 3. þjónustuhlé.  Þjónustusvæðið er "stutt" og það tekur ekki eins langan tíma að stoppa eins og viða annarsstaðar.  Að sama skapi er frekar erfitt að komast fram úr "í akstri", þannig að þjónustuhléin eru afar mikilvæg.

Það kæmi mér ekki á óvart þó að Hamilton væri frekar léttur, því það var meira áríðandi fyrir hann að komast framarlega en nokkru sinni fyrr, það er mikill munur á því að ræsaí 13. sætinu en því 11.  Að sama skapi er hægt að leyfa sér að draga þá ályktun að Ferrari sé með heldur meira bensín en hinir, þar sem þeir vissu af því að skæðasti andstæðingurinn átti ekki möguleika á því að ræsa frá pól.

En þetta eru auðvitað aðeins vangaveltur sem hafa lítið á bak við sig, en það má búast við hörkuspennandi keppni á morgun, ég tala nú ekki um ef það verður rigning.  Það reynir á sveigjanleika og hugmyndaauðgi áætlunameistaranna.


mbl.is Räikkönen vinnur 200. ráspól Ferrariliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband