9.6.2008 | 04:12
Gott mál - sanngjarn dómur
Ég get ekki annað en verið ánægður með þennan dóm.
Mótmæli "McSpy" eru auðvitað út í hött. Þeir sem sjá ekki muninn á því að missa stjórn á bíl sínum á þriðja hundraðinu í erfiðri keppni, og því að keyra aftan á bíl sem hefur stöðvað á rauðu ljósi á bílskúrsfráreininni, ættu ekki að taka þátt í kappakstri.
Það er rétt að hafa það í huga að refsingin fyrir að aka gegn rauðu ljósi við þessar aðstæður er svart flagg, brottrekstur úr keppni. Það ætti flestum að vera í fersku minni þegar Montoya lenti í því, einmitt í Montreal.
Það að Raikkonen "stöðvaði" ferð Hamilton þannig að hann braut ekki af sér hvað varðar rauða ljósið, ætti auðvitað ekki að verða til þess að hann slyppi refsingarlaust frá athæfinu, og Rosberg auðvitað ekki heldur.
Því lít ég svo á að um sanngjarnan dóm sé að ræða. Það getur hent alla að missa stjórn á bíl sínum, jafnvel með því skemmt eða eyðilagt keppni fyrir öðrum. Að gæta ekki að rauðum ljósum (sem þó eru viðbúin við slíkar aðstæður) eru allt annað mál.
Hamilton og Rosberg refsað með afturfærslu í Magny-Cours | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála
Gunzo (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:05
Getur einhver upplýst mig um það hvers vegna Rosberg er refsað?
Pétur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:38
Rosberg er refsað fyrir nákæmlega það sama og Hamilton. Orðalagið er: "...að valda afstýranlegum árekstrum í bílskúrareininni ...".
Hann gat heldur ekki stöðvað sig á eðilegan máta og keyrði aftan á Hamilton.
Sem
G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 16:46
Sem sé, hann keyrði á móti rauðu ljósi og stöðvaðist aðeins á keppnautum sínum.
G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 16:46
Það skiftir ekki máli hvernig tjónið bar að. Áreksturinn hjá Raikonen var líka afstýranlegur. Raikonen gat rétt bílinn af nokkrum sinnum áður en hann keyrði bílinn út. Hann hefði getað beygt bílnum að veggnum en eðlilega reyna menn til hins ýtrasta að bjarga sér og taka þá kanski ekki réttar ákvarðanir.Það verður líka að taka til greina að bremsurnar eru kaldari í þjónustuhléinu. Það var ágætis skýring á virkni bremsubúnaðarins hjá Top gear. En ég skil vel að Ferrari mönnum þyki eðlilegt að mönnum sé refsað ef gert er á hlut Ferrari. Ég heyrði ekki né sá Ferrari menn hrópa á refsingu þegar Raikonen keyrði bíl út. Þó að hann hafi verið á meiri ferð þá voru bremsurnar líka með meiri virkni út af hita.
Ómar Már (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:17
Ég er með tilgátu, ég held að Hamilton sé litblindur á rautt. Hann sér ekki rauða ljósið, og þegar hann sér Kubica stopp fyrir framan sig sveigir hann til vinstri til að forða árekstri en lendir á Raikkonen því hann sá ekki rauðann Ferraríinn.
Annars er ég algjörlega sammála með að þetta eru tveir gjörólíkir árekstrar. Það hlítur hver maður að sjá muninn á að missa stjórn á bílnum 300 km/h eða keyra aftaná á 60 km/h þar sem allir fyrir fram þig eru stopp á rauðu ljósi. Það kallast að vera utanvið sig í umferðinni og er ekki eins hvert annað keppnisatvik, eins og það er skilgreint.
Hvati (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:10
Allir þeir sem líta með eðlilega sjónarhorni á málið sjá að um er að ræða gjörólíkar kringumstæður.
Auðvitað er líka eðlilegt að líta til þess að viðurlög við að yfirgefa þjónustufráreinina gegn rauðu ljósi er svart flagg, brottvísun.
Hefði McLaren náð að klára að þjónusta Hamilton á undan þeim Raikkonen og Kubica (hann hafði þegar þarna var komið í raun tapað forystunni) og hann hefði ekið eins og hann gerði, þá hefði hann verið dæmdur úr keppni.
Hvaða stöðu hefði það fært Raikkonen?
Sömu viðurlög gilda ekki um árekstra í kappakstri. Það er því miður til dæmis nokkuð algengt að menn aka aftan á, eða í hlið keppinauta á upphafsmínútum. Fyrir það er yfirleitt ekki refsað.
G. Tómas Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 18:46
Já á upphafsmínútunum eru bremsurnar kaldar. Raikonen keyrði heldur ekki á í upphafi heldur í lok keppni.
Ómar Már (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:43
Málið snýst ekki um hita í bremsum, né hefur hitastig í bremsum nokkur áhrif á refsingar og viðurlög í Formúlu 1.
Ennfremur ber að hafa í huga að Hamilton er enn inn á þjónustusvæðinu þar sem gilda strangar reglur um hámarkshraða (sem mér best vitandi hann braut ekki), þannig að þó að bremsur McLaren séu ef til vill ekki nein völundarsmíð, þá ættu þær að ráða við þann hraða sem leyfður er á þjónustusvæðinu.
G. Tómas Gunnarsson, 10.6.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.