Pólstjarnan í Montreal

Montreal klikkaði ekki frekar en oft áður á að bjóða upp á litríkan og nokkuð skemmtilegan kappakstur.  Kubica var vel að sigrinum kominn og það er skemmtileg tilviljun hvernig það æxlast annað árið í röð að rísandi stjarna vinnur sína fyrstu keppni í Kanada.

Kubica tekur forystuna í keppni ökuþóra og BMW skýst í annað sæti í keppni bílsmiða með glæsilegum 1 - 2 sigri.  Það má ef til vill segja að þetta sýni betur en margt annað hve miklu máli það skiptir að koma í mark í stigasæti, helst alltaf.

Það vakti svo minningar að sjá "gamla brýnið" DC á palli, ég man ekki alveg hvenær það gerðist síðast, en hann vann vel úr því sem í boði var.

Það var fátt til að gleðjast yfir fyrir okkur Ferrari aðdáendur, þó sýndi Massa snilldarakstur á köflum, en mistök (fer að verða einum of oft hjá okkur) hvað varðar þjónustuhléín voru honum dýrkeypt.

Raikkonen virtist vera að koma til, en þá kom öryggisbilinn út og Hamilton keyrði hann síðan út úr keppninni, eins og flestum ætti að vera kunnugt.  Ég er reyndar ekki frá því að Hamilton eigi skilið refsingu fyrir þennan aftanáakstur, en ég efast þó um að nokkuð verði gert í því.

En Hamilton hafði alla vegna "vit" á því að sveigja á síðustu stundu og "velja" réttan bíl til að aka á, því annars lá stefna hans beint á Kubica.  Það kemur honum til góða í keppni bilsmiða.

En keppnin hefur ekki verið opnari í langan tíma, fjórir ökumenn sem allir eiga góðan möguleika á því að sigra, og bilið á milli Ferrari og BMW er hreint ekki neitt.  Það er ekki nema rétt rúmlega 1/3 búinn af mótaröðinni.

En þetta var dagur BMW, eftir að hafa beðið svo lengi eftir sigri, þá kemur hann 1 - 2.  Sannarlega góður dagur fyrir þá, og gott fyrir Formúluna að fá fleiri lið í fremstu röð.

Sjálfstraustið hjá Kubica hefur líklega sömuleiðis fengið "feitt" innlegg og verður honum gott vegarnesti í komandi keppnum.

 

 


mbl.is Kubica efstur í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já auðvita á að refrsa Hammilton. Hann keyrði á þann rauða. Það eru bara rauðu bílarnir sem mega keyra aðra úr keppni án þess að fá refsingu. Enda geta þeir rauðu ekki gert mistök. Það eru bara hinir

Ómar Már (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sjálfsagt eru þeir margir sem sjá ekki muninn á því að missa stjórn á bíl sínum í kappakstri á vel á þriðja hundraðinu og að geta ekki stöðvað á rauðu ljósi á bílskúrsfráreininni.  Líklega eru flestir þeirra sem sjá ekki muninn aðdáendur McLaren eða Hamilton, nema að hvoru tveggja sé.

Bara svo að menn geti glöggvað sig á brotinu má benda á að ef hvorki Raikkonen eða Kubica hefðu verið fyrir Hamilton og Rosberg og þeir keyrt áfram, hefðu þeir uppskorði svart flagg.  Þeir hefðu verið dæmdir úr keppni.  Það er hörð refsing.

Það að ætlast til þess að þeir hljóti enga refsingu vegna þess að þeir "stöðvuðu" á öðrum bílum og tóku þá með sér úr keppni er skrýtin röksemdafærsla.

G. Tómas Gunnarsson, 8.6.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband