Ville Hamilton

Það kom mér ekkert verulega á óvart að Hamilton skyldi vinna pólinn í Montreal.  Hann vann hann sömuleiðis í fyrra og því má nú segja að enginn annar hafi unnið pólinn í Montreal síðan Hamilton hóf keppni.

En hitt kom mér á óvart, hvað hann vann hann með miklum mun.  Að hann skuli hafa 6/10 úr sekúndu á næsta mann og næstum því 9/10 á Raikkonen í 3ja sætinu kom mér nokkuð á óvart.  Það gefur mér hins vegar sömuleiðis ákveðna von.

Það er nefnilega freistandi að draga þá ályktun að Hamilton og Kubica sé nokkuð léttari af bensíni en Ferrari bílarnir.  Ég er næstum því viss hvað Kubica varðar, en Hamilton er meiri spurning.  En það verður gaman að sjá hvernig þjónustuhléum verður háttað.  Ég er nokkuð viss um að Kubica verður fyrstur inn af toppbílunum.

En ég átti von á því að Montreal yrði Ferrari erfið, þetta er ekki braut sem virðist henta "okkur" vel.  Það eru þó mikil vonbrigði að sjá Massa aðeins í 6. sæti, en 3ja hjá Kimi verður að teljast ásættanlegt.

En það verður einnig fróðlegt að fylgjast með Alonso og Rosberg.  Sjá hvað þeir hafa af bensíni og hvað er raunveruleg framför í farartækjunum.

En brautin var víst verulega erfið í dag, sprungin og erfitt um grip sumstaðar.  Lagt verður nýtt malbik á hluta brautarinnar í kvöld og nótt.

En svo er veðrið líka spurning.  Spáin er ekki of góð, skúrir og jafnvel hætta á þrumuveðri.  Þannig að það er ýmislegt sem getur komið upp á á morgun.

Og svo er það öryggisbílinn, hann hefur stundum leikið stórt hlutverk í Montreal.


mbl.is Hamilton á ráspól í Montreal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband