Brandarar í boði Sameinuðu þjóðanna

Þessa dagana hafa Sameinuðu þjóðirnar staðið fyrir heljarinnar ráðstefnu í Róm, þar sem fjallað er um matvælavanda heimsins.  Þar hafa hinir ýmsustu spekingar stigið á stokk og tjáð sig um vandann.

Robert Mugabe lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, enda ekki á hverjum degi sem hann á þess kost að ferðast til Evrópu.  ESB hefur bannað honum að stíga á foldu ríkja "Sambandsins", en að sjálfsögðu gildir slíkt bann ekki um ráðstefnur á vegum SÞ.

Mugabe lýsti því yfir á ráðstefnunni að fæðuskorturinn í Zimbabve væri Bretum að kenna.  Nýlega var hjálparstofnuninni CARE bannað að starfa í Zimbabve (sjá hér).

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti talaði líka á ráðstefnunni.  Það voru allir rasandi hissa á því þegar hann gaf í skyn að hækkandi matvælaverð væri samsæri alþjóðlegra kapítalista og zionista að kenna.

Það þarf ekki að efa að framlag þeirra er mikilvægt til lausnar á fæðuvanda fátækra ríkja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband