13.11.2006 | 14:02
Meira af hreppapólítík
Já, það er víða sem menn hafa áhyggjur af hlut síns byggðarlags hvað varðar þingmenn.
Nú er á vef ruv.is, haft eftir Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ að staða Suðurnesjanna sé áhyggjuefni.
Í fréttinni segir m.a.:
"Hlutur Suðurnesjamanna hefur verið rýr í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi. Líklegt er að þingmönnum af Suðurnesjum fækki eftir næstu kosningar. Tæpur helmingur íbúa kjördæmisins býr á suðurnesjum.
Á Suðurnesjum búa um 18.600 manns eða tæp 43% íbúa kjördæmisins."
"Í síðustu kosningum fékk Samfylkingin fjóra menn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Framsóknarflokkurinn tvo og Frjálslyndir einn. Verði þetta niðurstaða kosninganna í vor ætti aðeins einn Suðurnesjamaður möguleika á þingsæti, það er ef Suðurnesjamaður nær 2. sæti Framsóknarflokksins.
Ef miðað er við skiptingu þingsæta samkvæmt síðasta þjóðarpúlsi fær Sjálfstæðisflokkurinn 4 menn, Samfylking 3, Vinstri grænir 3 og Framsókn 1. Þá kemst Suðurnesjakonan Björk Guðjónsdóttir á þing en hún er í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá er ekki hægt að útiloka að annar maður á lista Vinstri grænna verði af Suðurnesjum. Þingmönnum af suðurnesjum fækkar því samkvæmt þessu um einn til tvo og það segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, að sé áhyggjuefni."
Fréttina í heild sinni má finna hér.
Þetta er því sem næst "samrit" af umræðunni í Norð-Austur kjördæminu, þar sem akureyringar telja sig hafa hafa þá stöðu sem suðurnesjamenn óttast nú og ég bloggaði um í gær.
Óánægjan með kjördæmaskiptinguna kemur líklega ekki til með að gera neitt nema vaxa.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
satt og rétt. Þessi úrslit í suðurkjördæmi eru mjög athylgisverð. Fyrsti maður á lista, Árni matthiesen fær mjög slæma kosningu. Tæplega 50% greiddra atkvæða. Til samanburðar fékk t.d Þorgerður katrín tæp 80% atkvæða í 1. sæti í suðvesturkjördæmi (kjördæminu sem árni hrökklaðist úr).
Árni Johnsen fékk aðeins rúm 400 atkvæði í 2. sætið, innan við 10% af gildum atkvæðum. Hann fékk hins vegar um 1900 atkvæði í 1. sætið. Hvers vegna? Hugsanlega vegna þess að Eyjamenn stóðu saman í að setja Árna í 1. sætið, hugsanlega vegna megnrar óánægju með að Árna Matt. og hans innkomu.
Þrír sitjandi þingmenn sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi detta út. Enginn nýr kemur hins vegar inn fái Sjálfstæðisflokkurinn sama fjölda þingmanna út úr næstu kosningum. Drífa, Gunnar og Guðjon detta út. Árni og Árni koma inn. Annar eftir að hrökklst frá sínu heimakjördæmi, hinn eftir að hafa verið í fangelsi og ekki haft hljómgrunn fyrir síðustu kosningar.
Annað atriði sem er sérstakt í þessum hugleiðingum er að enginn suðurnesjamaður er með öruggt sæti í næstu kosningum. Samfylkingin hafnaði þeim einfaldlega. Sjáflstæðisflokkurinn setti fyrsta suðurnesjamanninn í baráttusætið. Framsóknarmenn eiga von um að koma einum inn, er þó alls ekki öruggt. Vinstri grænir eru ekki með suðurnesjamann í efsta sæti. Frjálslyndir standa með pálmann í höndunum. Fái þeir öflugan suðurnesjamann á listann eiga þeir eftir að ná góðum árangri. Tæp 50% atkvæða kemur af þessu svæði kjördæmisins, sem er klofið hvernig sem á það er litið, hagsmunalega eða landfræðilega séð. Uppsetning á þessu kjördæmi minnir mann helst á þegar austurblokkinni var skipt upp á sínum tíma, eða þegar nýlenduveldin skiptu Afríku upp. Vonlaust dæmi!!
Hhhmmmm (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.