Er jörðin ekki flöt lengur?

Það hefur oft verið haft að orði undanfarin ár að jörðin sé flöt og hafi þar að auki skroppið saman.  Við búum öll í "Heimsþorpinu" og nálægðin sé orðin svo mikil að allur heimurinn sé sem lítið markaðstorg.

Að miklu leyti er þetta rétt.  Við þurfum ekki nema að fara í verslun til að sjá matvæli, leikföng, fatnað og flest sem nöfnum tjáir að nefna sem framleitt hefur verið í verksmiðjum í órafjarlægð og flutt yfir hálfan heiminn.

En nú vilja margir meina að jörðin sé að stækka og farið að örla á fjallgörðum á ný.

Það sem veldur er hækkandi olíuverð.

En það eru auðvitað margir sem fagna þessum breytingum.  Þetta breytir samkeppnisstöðunni og léttir "heima" framleiðendum lífið.

Það sem veldur er síhækkandi olíuverð og þar með æ dýrari flutningar.

Árið 2000 var kostnaður við að flytja 40 feta gám frá Shanghai til austurstrandar Norður-Ameríku u.þ.b. 3000 dollarar.  Nú kostar það 8000 dollara.

Það er giskað á að ef ekki kæmi til hátt olíuverð væri útflutningur Kínverja u.þ.b. 30% meiri.  Það munar um minna.

En hér má sjá grein Globe and Mail um akkúrat þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband