Á hvalinn að róa

Það er nokkuð merkilegt að heyra hvað mikla andstöðu sú ákvörðun að veiða 40. hrefnur veldur.  Orðið hagsmunir kemur þar oft fyrir.  Sérstaklega í því sambandi að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

En hvað er svo mikilvægt að Íslendingar eigi að gefa eftir sjálfsforræði sitt til að ákveða hvort eða hvernig þeir nýti sjávarfang í kringum landið?

Hvalaskoðun.  Hefur ekki hvalaskoðuninni vaxið fiskur um hrygg ár hvert, hvort sem að hvalir hafa verið veiddir eða ekki?  Hefur dregið stórlega úr hvalaskoðun þau ár sem hvalir hafa verið veiddir?

Hefur ferðamönnum til Íslands sömuleiðis ekki fjölgað ár frá ári, hvort sem hvalir hafa verið veiddir eða ekki?

Eða höfum við svo miklar áhyggjur af því að Íslendingar geti ekki niðurgreitt landbúnaðarafurðir fyrir Bandaríkjamenn?

Hver er hræðslan, hverjir eru hinir mikilvægur hagsmunir sem eru í húfi?

Ef að markaður er ekki fyrir kjötið hygg ég að veiðarnar leggist sjálfkrafa af, hrefnuveiðimenn eru ábyggilega ekki að þessu bara fyrir "kikkið".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað eigum við að veiða hval.  Það eru engar vistfræðilegar röksemdir fyrir því að við ættum ekki að gera það heldur þvert á móti. 

Hvað kemur svo næst?  Einhver umhverfissamtök í Bandaríkjunum hafa hafið baráttu gegn þorskveiðum og hvatt fólk til að kaupa ekki þorsk þar sem hann er í útrýmingarhættu.

Nýting auðlinda hafsins er lífsnauðsynleg fyrir okkur.

Ég skil ekki hvernig fréttamenn nenna að lepja vitleysuna upp úr hvalaskoðunaraðilum og samtökum ferðaþjónustunnar ár eftir ár.  Þessir aðilar hafa engin gögn til að vísa í sem styður grátkórinn heldur eykst ferðamannastraumurinn á hverju ári.

Að lokum held ég að við séum sammála um það Tómas að það er ekki hlutverk ríkisins að banna e-r atvinnugreinar - markaðurinn sér um þetta sjálfur ef veiðarnar eru ekki arðsamar og þeim fylgir bara kostnaður. 

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það að allt sé að fara til fjandans, eitthvað hræðilegt sé yfirvofandi, eða að einhver sé að gera stór mistök, þykir gott fréttaefni.

Enn þá betra er ef útlendingar eru í spilinu.  Það er til dæmis alveg hræðilegt ef það skyldi nú seljast minna af Íslenskum vörum í Whole Foods.  Íslendingar missa þá möguleika á því að niðurgreiða matvæli ofan í velstæða Bandaríkjamenn.

En eins og þú segir Arnfinnur, þó hljóta veiðimenn að hvíla skutulinn ef það er enginn markaður.

Hvernig gengur þeim gulu annars?

G. Tómas Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 03:19

3 identicon

Minnstu ekki á það. Þeir gulu spila sennilega leiðinlegasta bolta sunnan norðurheimskautsins.

Arnfinnur Jónasson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband