Æsingaskýrsla?

Þó að sjálfsagt sé að halda kaupmönnum við efnið og hvetja til og skerpa samkeppni, finnst mér fréttir af þessu tagi alltaf hálf hjákátlegar.

Það er fyllilega óraunhæft að bera saman verð á Íslandi og meðalverð í ESB. 

Hver er munurinn á verði í Danmörku og Portúgal?  Er raunhæft að bera saman Ísland og Portúgal?  Hvernig stendur á því að verðið er svona mikið hærra í Danmörku en Portúgal, en ríkin þó bæði í "Sambandinu"?

Það sem ætti að athuga er munurinn á Íslandi og þeim ríkjum sem tamast er að bera landið saman við.  Ríki s.s. Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Írland, Bretland jafnvel Lúxemborg og Þýskaland. 

En hvernig stendur t.d. á því að Danir flykkjast enn yfir til Þýskalands að versla?

Það væri líka fróðlegt að sjá samanburð á milli þessarra landa á vörum sem eru fluttar inn til Íslands án nokkura tolla og/eða vörugjalda, reikna síðan virðisaukann af og sjá muninn. 

Það er raunverulegur samanburður og sýnir hver raunverulegur verðmunur á milli landanna.

Svo væri auðvitað fengur í því að sjá tölur yfir annan rekstrarkostnað verslana, svo sem launakostnað, húsnæði og orku.

Svona framsetning eins og þessi frétt gerir ekkert nema að æsa menn upp að óþörfu og vekja falskar vonir. 

En það þykir líklega ekki fréttnæmt að matur sé 15.5% dýrari á Íslandi en í Danmörku.  Danmörku sem er þó komin í "Sambandið".

Hitt er svo að auðvitað á hið opinbera að ganga í það verk að fella niður tolla og vörugjöld og stuðla að frjálsari og óheftari innflutning.

 

 


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband