Hvíta bandið?

Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins í kjölfar mikillar umræðu um innflytjendamál hefur réttilega vakið mikla athygli.

Frjálslyndir eru þar á góðri siglingu, Samfylking bætir við sig örlitlu, Sjálfstæðisflokkur tapar örlitlu, en Framsóknarflokkur og jafnvel enn frekar Vinstri grænir "borga" fyrir uppgang Frjálslyndra.

En blog varaþingmannsefnis Samfylkingar vakti líka athygli mína.  Guðmundur Steingrímsson virðist nú þegar vera orðinn "atvinnupólítíkus" miðað við hvernig hann höndlar tölurnar úr þessari könnun.

Hann segir ekki ósatt (og þó?), en segir þó ekki nema hálfan sannleikann eins og stjórnmálamönnum er tamt þegar rætt er um "pólítíska landslagið". Hann segir:

"Greinilegt er að stór hluti fylgismanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna eru líka svag, eins og Frjálslyndir, fyrir takmörkunum á komu útlendinga hingað til lands."

Þannig að stór hluti fylgismanna Sjálfstæðisflokks eru svag fyrir takmörkunum á komu útlendinga til Íslands? 

Látum það vera að varaþingmannsefnið virðist treysta sér til að lesa út úr könnuninni hvaðan fylgið kemur til Frálslyndra, þó að það komi að sjálfsögðu ekki fram, enda gæti jafn auðveldlega hafa kvarnast úr fylgi Sjálfstæðisflokks yfir til Samfylkingar, því einhversstaðar verður sú fylgisaukning að koma, ekki satt?

En í frétt Fréttablaðsins á bls. 4. í dag segir: 

"Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar lítillega frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 38,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en fylgið var 39,7 prósent í síðustu könnun."

Telst þetta fylgistap, sem er auðvitað vel innan skekkjumarka, vera "stór hluti" fylgismanna Sjálfstæðisflokks?

Ennfremur segir í sömu frétt Fréttablaðsins:

"Framsóknarflokkurinn mælist nú  með 6,8 prósenta fylgi og hefur ekki mælst með minna fylgi í könn-unum blaðsins. Flokkurinn myndi samkvæmt því fá fjóra þingmenn kjörna. Í síðustu könnun mældist fylgið 10,7 prósent og hefur það því dregist saman um 3,9 prósentustig. Framsóknarflokkurinn hlaut 17,7 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og tólf þingmenn. Fylgi Vinstri grænna dregst hins vegar saman um 5,6 prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 13,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn samkvæmt því átta þingmenn. Vinstri grænir mælast hins vegar umfram kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í þingskosningunum 2003  og fimm menn kjörna."

Það væri því frekar ástæða til að draga þá ályktun að fylgisaukning Frjálslyndra hafi komið frá Vinstri grænum og Framsóknarflokki, heldur en Sjálfstæðisflokki.  Vinstri grænir eru þeir sem missa hæstu %töluna, en Framsóknarmenn hæsta hlutfallið.  Þetta er þó sagt með þeim fyrirvara af minni hálfu að auðvitað er ekki hægt að fullyrða um svona, Samfylking gæti auðvitað hafa misst mikið fylgi til Frjálslyndra, en unnið það af VG.

En sé rýnt "hrátt" í tölurnar, virðist sem svo að fylgi sem sé afhuga útlendingum hafi flutt sig frá Vinstri grænum (stærsti hópurinn) og Framsókn yfir til Frjálslyndra.  Örlítið hefur það fylgi einnig komið frá Sjálfstæðisflokki.

En það er líka annað sem varaþingmannsefnið minnist ekkert á.  Flokkur hans, Samfylkingin er nefnilga í bandalagi við tvo af þeim flokkum sem þarna er minnst á, Vinstri Græna og Frjálslynda.  Það bandalag hefur gjarna verið nefnt "Kaffibandalagið". 

Sé þessi nýjasta skoðanakönnun höfð til hliðsjónar er það ljóst að núverandi ríkisstjórn er fallin.  "Kaffibandalagið" er við völd. 

En miðað við málflutning Frjálslyndra og hvernig fylgið flyst á milli þeirra og Vinstri grænna, þá virðist heitið á bandalaginu ekki vera vel viðeigandi. 

Má ég stinga upp á "Hvíta bandinu"?

Hvernig lýst Guðmundi Steingrímssyni og öðrum Samfylkingarmönnum á bandalagsmenn sína?

Nei, þetta eru auðvitað ekki niðurstöður kosninga, en vonandi kemst "Hvíta bandið" ekki til valda á Íslandi í vor.

P.S.  Hér að ofan er ekkert minnst á þær venjulegu útskýringar að skoðanakannanir dragi dám af sterkri umræðu í þjóðfélaginu og yfirstandandi prófkjörum.  Ætla má að bæði Samfylkingin og Frjálslyndir hagnist á því.


mbl.is Fylgi Frjálslynda flokksins eykst mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

VG auk fylgi sitt í kring um Kárahnjúkaumræðuna. Nú snýst umræðan um innflytjendur og Frjálslyndir auka fylgi sitt á kostnað VG og Framsóknar. Eru þetta ekki bara hinir óákveðnu sem eru að velja flokkinn sem mest er í sviðsljósinu á hverjum tíma?

Það kæmi mér ekki á óvart ef "litli flokkurinn" sem kemur best út úr kosningunum í vor er sá sem er hvað mest í fréttum þá. Ef ég væri í VG myndi ég grafa upp mesta virkjana- og umhverfisskandal sem hægt er að hugsa sér og leka honum 2-3 vikum fyrir kosningar. 

Villi Asgeirsson, 10.11.2006 kl. 08:56

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er þó nokkuð til í því að það sem oft er kallað "óánægjufylgi" fer til þeirra sem hafa hæst hverju sinni, og endurspeglast það oft í skoðanakönnunum.  Þegar flokkar halda prófkjör og landsfundi, frambjóðendur eru með "loforðaflauminn" á mesta styrk á meðan prófkjörum stendur og svo frv.

Þess vegna er það frekar ómerkileg aðdróttun hjá varaþingmannsefni Samfylkingar að túlka skoðanakönnunina hjá Fréttablaðinu á þann veg " að stór hópur kjósenda" annara flokka sé hallur undir takmarkanir á komum útlendinga til Íslands.  Sérstaklega þó sé litið til Sjálfstæðisflokks, sem missir rétt rúmlega 1% af  um 39% fylgi sínu.

En það er auðvitað flestum brögðum beitt í pólítík.

G. Tómas Gunnarsson, 10.11.2006 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband