19.5.2008 | 02:02
Hreiðrið yfirgefið
Hér að Bjórá er vorið í algleymingi, þó að það hafi reyndar verið fremur svalt og blautt það sem af er. En allt sprettur áfram samt sem áður, blóm rísa úr moldinni, tré blómgast og fuglar leggjast í hreiðurgerð og verpa eggum, sem önnur ár.
Ég hef fylgst með hreiðrinu hjá þrastarhjónunum sem árlega búa sér hreiður við þakrennu nágranna okkar. Nokkuð er um liðið síðan ungar fóru að byltast þar um. Ég tók eftir því að einn þeirra virtist mun stærri en systkyni sín og virtist frekur til fjörsins.
Það fór enda svo að hann var fyrstur til að yfirgefa hreiðrið, og var á vappi hér á lóðinni hjá okkur í dag, undir nokkuð öruggu eftirliti foreldra sinna. Ekki gat hann flogið nema nokkra metra í einu, en sýndi þó framfarir. Á milli flugspretta leitaði hann skjóls í gróðrinum og tók ég þá af honum meðfylgjandi mynd.
Fjallmyndarlegur þröstur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.