15.5.2008 | 15:20
Schumacher í Kanada
Michael Schumacher var víst að þvælast hér í Kanada nýverið. Það var á vegum Ferrari og olíufélagsins Shell og hitti hann víst verðlauna bensísölumenn víðsvegar að úr heiminum og sitthvað fleira.
Ekki hitti hég hann, en rakst hins vegar á örstutt viðtal við hann á msn.ca. Schumacher hefur aldrei notið mikillar hylli hjá Kanadamönnum, allra síst eftir að hann ók á Villeneuve árið 1997. En hér eru þó vissulega aðdáendur fyrir utan þann sem þetta skrifar, enda mikill fjöldi hér af Ítölskum uppruna. Hjá þeim er flest sem viðkemur Ferrari goðumlíkt.
En það rifjaðist upp fyrir mér, er ég las viðtalið að fyrir nokkru rakst ég á þorpið Schumacher á korti. Það er staðsett hér í norður Ontario. Ekki er það þó nefnt eftir Michael, heldur einhverjum Fred Schumacher, sem var "mógúll" þar fyrir löngu. Hvort að um einhver tengsl sé að ræða veit ég ekki, en þykir þó ólíklegt.
View Larger Map
Athugasemdir
Einu sinni hitti ég bróður Franz Beckenbauer á Ráðhústorginu á Akureyri. Hann var lengi vel frægasti maður sem ég hafði hitt.
Helgi Már Barðason, 15.5.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.