Af smjörlíkisgerð

Það hugtak sem hefur verið hvað ríkast í pólítískri umræðu á Íslandi þetta haustið er "smjörklípuaðferðin".  Allt frá því að Davíð Oddsson lýsti þessari aðferð í frægu Kastljósviðtali hefur þetta hugtak verið sterkt í umræðunni.

Ekki þar fyrir að auðvitað er þetta ekkert nýtt.  Það er líklega einhvert elsta bragð í stjórnmálum að leiða talið að öðru, sem þá kemur andstæðingnum í nokkra klípu, eða hann þarf í það minnsta að útskýra hvers vegna er, eða þá að það sé ekki satt.

En þótt að "smjörklípuaðferðin" sé líklega "skrásett vörumerki" hjá Davíð, þá þýðir það auðvitað ekki að fleiri hafi ekki notað og noti sömu aðferðir.  Þær eru þá sjálfsagt notaðar undir öðrum vörumerkjum, eða flokkast undir "smjörlíkisaðferðir".

Einn af öflugri og lúnknari "smjörlíkisframleiðendum" er Össur Skarphéðinsson. Hann fer enda mikinn á "smjörlíkisgerð" sinni (www.ossur.hexia.net) og er þar tíðrætt um ósamlyndi og eftirmála prófkjörs Sjálfstæðisflokks og hina ýmsu arma flokksins.

Minna fer fer þar fyrir greiningum á niðurstöðum í prófkjörum eigin flokks, enda afurðir "smjörlíkisgerðarinnar" ætlaðar til að leiða huga neytenda frá þeim hugleiðingum.  En á meðan Össur þeytir "smjörlíkinu" í allar áttir, fara "hans menn" með sigur í prófkjörunum, "Fagra Ísland" stefnumörkunin er teigð og toguð á milli landshluta, formaðurinn er ekki að gera sig, konur fá dræmar undirtektir og fylgið er ekki að skila sér.

Hve fylgið skilar sér illa er svo farið að fara ákaflega í skapið á Samfylkingarfólki, sérstaklega framkvæmdarstjóranum, ef marka má þetta blog.  Það er reyndar ólíklegt að um þetta verið fjallað á "smjörlíkisgerð" Össurar, en við skulum þó vona að framkvæmdastjórinn svari þessum ásökunum og geri hreint fyrir sínum dyrum.

En á meðan Suðurnesjamenn segja sig frá listum Samfylkingar, konum er hafnað vegna þess að það eru svo margir karlar í framboði, fylgismenn stóriðju vinna hvern sigurinn á fætur öðrum í prófkjörum flokksins og fylgismenn Össurar vinna góða sigra, þá spýtir "smjörlíkisgerðin" út "klípum" á Sjálfstæðisflokkinn.

En þannig er pólítíkin og þannig vinna öflugir stjórnmálamenn.

En það er líka merkilegt að formaðurinn, varaformaðurinn og þingflokksformaðurinn eru öll að bjóða sig fram í Reykjavík, þar er líka fylgistapið mest, ef marka má skoðanakannanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband