Ekki alveg samkvæm sjálfri sér?

Eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins talaði Ingibjörg Sólrún um slæma útkomu kvenna.

Í frétt á vísi.is sagði: 

"Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur hlut kvenna í prófkjöri sjálfstæðismanna ansi rýran. Þetta er gömul saga og ný í Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík að konur bera þar jafnan skarðan hlut frá borði.

Ingibjörg telur skýringuna hljóta að liggja í hugmyndum flokksmanna um jafnréttismál. Þegar þetta gerist æ ofan í æ er ekki hægt að sjá það öðruvísi en að flokksmenn leggi litla áherslu á jafnréttismál. Það er ekki hægt að segja að ekki hafi verið góðra kvenna völ, segir Ingibjörg en óskar þó sjálfstæðismönnum til hamingju með að hafa fengið Guðfinnu S. Bjarnadóttur í raðir sínar."

Þegar aðeins 1. kona náði sæti á meðal fimm efstu hjá Samfylkingunni á Suðurlandi, var skýringin sú að svo margir karlar voru í framboði og svo bætti hún við að þetta væri niðurstaða kjósenda sem yrði að hlýta.

Skrýtið?

 


mbl.is Björgvin sigraði - Lúðvík náði öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru auðvitað u.þ.b. jafnt hlutfall af kynjunum sem kýs.  Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að Samfylkingin hefur sterkari stöðu á meðal kvenna en karla, því er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn.

Það er því ennþá undarlegra að konur skuli fá svona dræmar undirtektir í prófkjörum Samfylkingar.  En skrýtnast er þó að Ingibjörg virðist hafa meiri áhyggjur af stöðu kvenna hjá Sjálfstæðisflokki, en hjá sínum eigin. 

Er ekki best að byrja að breyta í eigin ranni?

G. Tómas Gunnarsson, 8.11.2006 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband