11.5.2008 | 18:32
1. Klassa kappakstur í Konstantínópel
Þeir sunnudagar sem hefjast með sigri Ferrari í Formúlunni eru góðir dagar. Það var ljúft að sjá Massa hafa sigur í morgun. Þriðji póllinn og þriðji sigurinn í röð. Það hafa ekki aðrir leikið það eftir að sigra á braut þrjú ár í röð, síðan Schumacher hætti. Hann er sá síðasti á undan Massa sem hefur afrekað það, að ég best man.
En Massa vann verðskuldaðan sigur, ók af öryggi frá upphafi til enda. En ég hlýt að lyfta hatti mínum til Hamilton og McLaren. Þeir eiga heiður skilið fyrir djarfa og skemmtilega útfærslu á keppnisáætluninni. Ég veit ekki hvort að hún breytti í raun miklu, ég held að Raikkonen hafi misst möguleika á sigri eða öðru sætinu með afleitu starti sínu. Það að falla niður í 6. sætið kostaði hann of mikið.
En það setti skemmtilegan svip á keppnina að hafa léttari bíl í baráttunni, og hefur án efa komið Ferrari ökumönnunum í nokkuð opna skjöldu. En þetta gerði Hamilton kleyft að aka 3/4 keppninnar á hörðum dekkjum, en mjúku dekkin virtust ekki vera að gera sig vel hjá McLaren. Það hlýtur hins vegar að vera McLaren mönnum umhugsunarefni að Hamilton skyldi ekki gera betur í tímatökunum á þetta léttum bíl
Hefði hann verið á pól, er auvelt að hugsa sér að hann hefði náð nægu forskoti til að hafa efni á 3. þjónustuhléum.
En þessi sigur var mikilvægur fyrir Massa, hann er nú kominn í toppbaráttu ökumanna, stendur Hamilton jafn að stigum, en nær öðru sætinu.
Eins og er getur staða Ferrari því ekki verið betri. En næstu tvær keppir gætu breytt því snarlega. Fyrst Monaco og svo hér í Kanada. Þetta eru brautir sem hafa ekki hentað Ferrari sérstaklega vel, en við verðum að vona að þeir hafi lagt sig fram við heimavinnuna.
En mér kæmi nokkuð á óvart ef við sjáum Ferrari sigra á þessum brautum. En sérstaklega Monaco er þó gjörn að koma á óvart, oft verulega.
Massa hafði þrennuna eftir fjörglímu við Hamilton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.