Nýr þáttur á Stöð 2?

Ég hef reyndar ekki heyrt neitt af þeim áformum, utan þess sem ég las hjá á blogginu hjá Steingrími.

Auðvitað er skynsamlegast að bíða frekari fregna og jafnvel horfa á einn þátt eða svo áður en dómur er felldur, en ég get ekki stillt mig um að segja að mér líst illa á það sem ég hef heyrt.

Er ekki of langt gengið ef stjórnmálmennirnir eru farnir að stjórna umræðuþáttunum líka?  Persónulega finnst mér það hljóma hræðilega að formaður þingflokks Samfylkingarinnar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og háskólarektor sem er örugg á þing, komi til með að stjórna pólítískum umræðuþætti. 

Er mannvalið það "þröngt" fyir íslenskt sjónvarp?  En auðvitað er þetta gott fyrir viðkomandi stjórnmálamenn, það er ekki amalegt fyrir þingflokksformann að að geta hegnt eða umbunað með framkomu í sjónvarpsþætti, allra síst á kosningavetri.  Ekki slæmt heldur fyrir forseta borgarstjórnar sem er "einmanna" í borgarstjórn fyrir sinn flokk, nú eða fyrir frambjóðenda sem er hefur ekki þá athygli sem sitjandi þingmenn hafa.

En mér finnst þetta slæm þróun ef af verður.  Raunar finnst mér fréttastofa Stöðvar 2/NFS hafa fetað nokkuð undarlegan veg hvað hlutleysið varðar, eins og ég benti á í bloggi fyrir ca. 2 mánuðum.

Hinu ber svo að fagna að stefnt sé að því að auka pólítíska umræðu, en ég held að lausnin sé ekki að setja hana undir atvinnustjórnmálamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband