7.11.2006 | 15:30
Ögmundur búinn að taka "þotuliðið" í sátt?
Ummæli Ögmundar Jónassonar um íslenska banka og "silkifataliðið" sem þar vinnur vöktu að vonum nokkra athygli, og var fjallaðum þau í fréttum og í blogheimum. Sjálfur bloggaði ég til dæmis um þau hér.
Nú nýverið barst mér hins vegar ábending um að öll ummæli í þessa veru séu horfin og eftir standi "lesendabréfið" eitt. Ögmundur virðist því hafa breytt heimasíðunni sinni og fjarlægt ummælin.
En skyldi hann vera búinn að taka "þotuliðið" í sátt?
P.S. Í tölvupóstinum sem mér barst um þetta mál er jafnframt minnst á þá athygli sem það vakti þegar Björn Bjarna breytti atriðum á sinni heimasíðu. Verður svipað upp á teningnum nú?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
http://www.ogmundur.is/news.asp?id=655&news_ID=2896&type=one
Er þetta ekki ennþá þarna? Eða var hann búnn að segja eitthvað annað?
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.11.2006 kl. 16:40
Ég þakka þessa ábendingu. Vissulega er þetta enn að finna á heimasíðu Ögmundar. En ég fékk þessa ábendingu í morgunsárið og gat ekki séð þetta, en það hafa bersýnilega verið mistök mín.
Það er mér því bæði ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þessum mistökum, það virðist svo vera að mér hafi skriplast þarna nokkuð harkalega að skötu, Ögmundur er bersýnilega enn þeirrar skoðunar að fórna megi bönkunum fyrir jöfnuðinn.
G. Tómas Gunnarsson, 7.11.2006 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.