Hrísgrjón og kjöt, upp og niður í matvörubúðinni

Ég fór í matvörubúð í morgun, ekki svo sem í frásögur færandi, en það geri ég þó.  Það vantaði eitt og annað til heimilins.  Kornfleks og malt, grænmeti og ávexti og svo sitt of hvoru tagi eins og segir í kvæðinu.

Það var ekki á listanum að kaupa hrísgrjón og verður það að teljast hálfgerð hundaheppni af minni hálfu, því hrísgrjónahillur verlunarinnar voru því sem næst tómar.  Réttara væri þó líklega að segja að öngvir stórir pokar voru til af hrísgrjónum, svona eins og oftast eru bornir heim að Bjórá.  Eitthvert pakkasull og smáeiningar voru ennþá á boðstólum.

Það hafði greinilega verið verslað vel af hrisgrjónum um helgina.  Þegar spáð er skorti og fjölmiðlar hamra á því aukast líkurnar á skorti verulega.  Konan á kassanum sagði þegar ég minntist á þetta við hana að allir væru að kaupa hrísgjrón og veitingahúsaeigendur keyptu "vagnhlöss" af hrísgrjónum. 

En það er eitthvað sem stemmir ekki í þeirri mynd sem blasti við mér þegar ég gekk um verslunina. 

Hrísgrjón sem kosta u.þ.b. dollar kílóið (plús mínus eftir ætt og uppruna) hækka sem óðfluga og eru rifin út.  Mér sýndist að nokkuð rösklega hefði verið keypt af hveiti sömuleiðis.

En kjöt liggur í bunkum í frystum og kæliskistum og kosta minna en oftast áður.  Lambalærið á 6.59 dollara kílóið og svínalundir á 6.99 dollara.  Af því kaupir enginn meira en hann þarf.  Enda ekki búið að spá hallæri á kjöti.

Egg (sem hraustir Kanadabúar borða jafnvel linsoðin) má ennþá fá fyrir u.þb. tvo og hálfan dollar 18 stykki, og kjúklingur er á lágu verði.

En sjálfsagt verð ég að fara að losa hillu í kjallaranum og fylla hana af hrísgrjónum og hveiti.  Maður verður jú að taka þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband