23.4.2008 | 17:14
Útflutnings... ég meina útrásarverðlaunin veitt
Er ég einn um það að gera greinarmun á því að kaupa og reka fyrirtæki á hér og þar um heiminn og að reka útflutningsfyrirtæki á Íslandi?
Ef til vill er ég að misskilja verðlaunin, en ég stóð í þeirri meiningu að fyrirtæki þyrftu að flytja út eitthvað annað en fé og fólk til að hljóta þau.
En þó ég þekki ekki til reksturs Baugs, hélt ég að þeirra rekstur á Íslandi byggði að stórum hluta á því að flytja inn vörur (og dótturfyrirtæki þeirra væru á meðal stærstu innflutningsfyrirtækja landsins) en hef minna heyrt af útflutningi þeirra á Íslenskum vörum.
Baugur Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.