Af málfrelsi

Nú er mikið rætt um málfrelsi, eitthvað sem öllum þykir sjálfsagt (eða velflestum skulum við segja) en menn deilir nokkuð á um hvar mörkin liggja.

Ég velti því til dæmis í ljósi þess sem mikið hefur verið rætt um nýverið, þegar lokað var fyrir blogg, hér á blog.is, hvort að blog.is telji sig á einhvern hátt bera ábyrgð á því sem ég skrifa hér, það þó að ég geri það hér undir nafni og hafi gefið upp kennitölu mína ásamt fleiri upplýsingum þegar ég hóf að skrifa hér fyrir 2. árum. 

Sjálfur lít ég ekki svo á, enda ef einhver kann að túlka það sem ég skrifa hér ósæmandi, þá hlyti sá hinn sami að eiga sökótt við mig, og þá væntanlega biðja yfirvöld eða dómstóla að skerast í málið, ef hann teldi mig sneiða að æru sinni, eða á annan hátt brjóta lög. 

En hitt er líka ljóst af minni hálfu að ég er hér vegna velvildar blog.is, ég greiði þeim ekkert fyrir þau afnot sem ég hef hér að vefsvæði og vefumsjónarkerfi.  Þeim ber engin skylda til að hafa mig hér, ekki frekar en forsvarsmenn svæðisins kæra sig um.

Þess vegna er það ekki brot á málfrelsi eins né neins að honum sé úthýst af blogsvæði. Ekki frekar en það er brot á málfrelsi að einstaklingur fái ekki að skrifa í dagblað, eða koma fram í fréttatíma sjónvarpsstöðvar.  Allir eiga rétt á því að ritstýra sínum fjölmiðlum.

En jafn sjálfsagt og mér þykir að eigendur og umsjónarmenn ritstýri fjölmiðlum, þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að málfrelsi sé heilagur hlutur og raunar sé of langt gengið nú þegar til að banna skoðanir og að einstaklingar tjái þær.

Yfirleitt hitta þessar skoðanir engan fyrir nema þann sem tjáir þær.  Gera frekar lítið úr honum en þeim eða því,  sem hann er að tjá sig um. 

Þeir sem tjá sig undir nafnleysi eru að nokkru önnur "kategoría".  Þó er löng hefð fyrir nafnleysi í Íslenskum fjölmiðlum, en þar ábyrgist blaðið skrifin.  En nafnleysingjarnir á blog.is, eru að ég held allir hér á kennitölu.  Blog.is krefst kennitölu þegar blog er stofnað.  Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að gefin sé upp röng kennitala. 

Þannig eiga  þeir sem misboðið er, þann möguleika að fara í meiðyrðamál, nú eða krefjast þess að þeir verði kallaðir fyrir vegna "hate speach" eða laga um guðlast.  Þá hljóta yfirvöld að krefjast kennitölu hjá blog.is.  Hana ætti síðan í flestum tilfellum að hægt að spyrða saman við ip tölu.

En ég tel þó að mörgum hætti til að taka aðra of alvarlega.

Ef ég segi til dæmis alhæfi að allir kjósendur Frjálslynda flokksins séu slorug fífl,  þeir sem kosið hafi Samfylkinguna séu veruleikafirrtir vælukjóar, allir Framsóknarmenn haugsæknar dreifbýlistúttur, kjósendur Sjálfstæðislfokks fýlugjarnir peningapúkar, VG séu vitskertir græningjar og klikki svo út með því að halda því fram að menn þurfi að vera argandi vitleysingar til að halda með Val, þá vita að ég held allir að ég fer með rangt mál (sem ég viðurkenni fúslega). 

Alhæfingar sem þessar eru ótrúlega algengar um hina ýmsu hópa.

En myndi einhver fara í stefna mér fyrir það sem stendur hér að ofan?  Ég held ekki, ég vona ekki.

En hvað er merkilegra við það að vera í trúfélagi heldur en stjórnmálaflokki eða íþróttafélagi?

Yfirleitt gerir bann við skoðunum eða tjáningu, ekkert nema að upphefja orð og skoðanir þess sem bönnaðar eru.  Getur jafnvel gert menn "fræga", stundum að endemum.

Persónulega held ég að mönnum hætti til að gera úlfalda úr mýflugu og upphefja þannig þann sem brúkar "stóru" orðin. 

Heimurinn er ekki "PC", það er lífið ekki heldur.

Lífi mál og tjáningarfrelsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyr.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.4.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Útgefandi efnis, í þessu tilfelli bloggefnis, eru í lagalegri ábyrgð fyrir því sem birtist ásamt höfundi efnisins.  Það er síðan val þess sem á sér telur brotið hvort hann stefnir bæði útgefandanum og höfundinum, bara höfundinum eða bara útgefandanum.  Um þetta eru mörg dæmi í prentheimi og engin ástæða er að líta á bloggheim öðrum augum.

Marinó G. Njálsson, 22.4.2008 kl. 18:22

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Marinó þetta er ekki alveg svona á vefnum því það má líkja þeim sem skaffar vefsvæðið við framleiðanda pappírs.

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]1)

Og vegna þess sem stendur í annari málsgrein (kom inn 1995) þá má benda á að þar sem hún er brot á fyrstu málsgein sem er eldri þá ætti hún að vera víkjandi og á því að túlkast mjög þöngt, hef stundum kallað þessa grein nasistaákvæðið þar sem það líkist mjög ákvæðinu í stjórnarskrá Weimarlýðveldisins sem Hitler notaði til að afnema tjáninarfrelsið í Þýskalandi á fjórða áratugnum.

Einar Þór Strand, 22.4.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér tek ég undir með Einari.  Það er himinn og haf á milli vef og prentaðra fjölmiðla.  Ef til vill veitti ekki af því að setja sérstök lög um vefmiðla. 

En það er óneitanlega sérstakt ef hýsingaraðili ber ábyrgð á því sem er skrifað á t.d. vef einhvers fyrirtækis.

Ef mbl.is, og/eða blog.is væri t.d. hýstur af Nýherja, eða Símanum, litu menn þá svo á að hægt væri að fara í mál við Nýherja eða Símann vegna þess sem kynni að standa á mbl.is, nú eða blog.is?

Það væri afar einkennileg túlkun á lögum að mínu mati.

Hafi Skúli (í því tilfelli sem er hvað mest rætt um núna) ákveðið að hann kysi ekki að þurfa að verja ummæli sín fyrir dómi og viljað loka síðunni, er ekkert meira um málið að segja.  Hafi blog.is, hins vegar óttast ábyrgð sína og farið fram á að síðunni væri lokað, er það að mínu mati annar handleggur, þó að ég telji eins og ég segi í pistli mínum þá hafa eðlilegan rétt til þess.

G. Tómas Gunnarsson, 22.4.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband