22.4.2008 | 02:26
Þá steig fram hinn þriðji
Það er þetta með eplið og eikina (þó að epli vaxi auðvitað ekki á eikartrjám) og þarf líklega engan að undra þó að eitthvað "bensín" sé í blóði sonar Michaels Schumacher.
Ágætis árangur hjá drengnum og með sama áframhaldi sjáum við hann undir stýri á Ferrari eftir u.þ.b. 15 ár eða svo.
En hér er mynd af drengnum úr kappakstrinum. Sami einbeitti svipurinn, sama mynstur á hjálminum, og sami "aðstoðarmaðurinn" og faðir hans hafði í æsku (þ.e.a.s. afi hans).
Verðum við ekki að segja að þetta sé þrautreynd formúla.
Schumi III á Alonsokörtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.