1.11.2006 | 14:49
Grænt typpi
Ekki þar fyrir að auðvitað á maður ekki að ergja sig á þessum "skammdegismálum", en ég hló þegar ég las þessa frétt.
Auðvitað hefur verið talað um græna kallinn síðan ég man eftir mér, en á þessum jafnréttistímum, nú þegar konur eru óhræddar við að ganga í buxum, þá er ég hreinlega ekki viss um hver væri munurinn á prófíl karla og kvenna svona í grænu.
Ekkert hefur verið á honum typpið, ekki er hann með hatt, ekki er hann hærra launaður en rauði kallinn.
En fyrst ég minnist á rauða kallinn, getur verið að það þurfi að rannsaka þetta litaval? Að grænn litur Framsóknarflokksins er sá sem veit á gott og hleypir fólki yfir götuna, á meðan rauði kallinn hreinlegar hindrar för fólks? Hvar er blái kallinn?
Hvað ætlar Villi að gera í þessu?
Legg til að hér eftir (í það minnsta á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er við völd) að í hverjum 7 af átta götuljósum í borginni verði græna karllinum skipt út fyrir bláan.
En það er gott að "pólítískt réttþenkjandi" fólk er upptekið við mál sem þetta, það gerir þá ekkert alvarlegra af sér á meðan.
Á meðan ég man, þetta er víst vonarstjarna hjá Samfylkingunni, margir telja hana víst mesta efnið þar innan flokks. Úff.
Græn kona í stað karls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Grín og glens, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha.. já.. ég styð hugmyndina um bláa kalla. Ómögulegt að hafa Framsóknarlitinn hérna á öllum götuljósum
Björn Kr. Bragason, 2.11.2006 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.