REIndu aaaaftur

Málefni REI taka á sig skringilegar myndir oft á tíðum.  Oft finnst mér þegar ég heyri borgarfulltrúa tjá sig um málefni fyrirtækisins að þeir séu ekki að tala um sama fyrirtækið.  Ég þarf oft að hlusta, eða lesa oft á það sem sagt er svo að einhver skilningur fari að sýslast innfyrir hausskelina á mér.

En það er oft sem ég hef orðið að viðurkenna að ég er ekki viss um hvað er verið að segja, eða hvert er meiningin að fyrirtækið stefni.

Það var eiginlega þannig sem mér leið eftir að ég hafði hlustað á viðtal við Kjartan Magnússon í Kastljósinu, en þar var fjallað um málefni REI.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé allt í stakasta lagi að reka fyrirtæki eins og REI, en OR, eigi ekki að leggja til þess nema þekkingu og ef til vill örlítið upphafsfé.

Áhættan af rekstri slíks félags og fjárfestingum á að vera borin af einstaklingum og fyrirtækjum sem áhuga hafa fyrir slíku.  En það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum hlutafjárútboðum, það dugar ekki að handvelja inn í fyrirtækið fjárfesta, eða láta það renna saman við eitthvert einkafyrirtæki, án þess að aðrir hafi möguleika á þátttöku.  Slíkt er ekki boðlegt hvað varðar opinbert fyrirtæki.

Hlutafjárútboð verður að vera opið öllum, jafnt almenningi sem fagfjárfestum.  Það væri vel til fundið að bjóða viðskiptavinum OR að kaupa hluti á undan öðrum, það eru jú þeir sem lagt hafa til uppbyggingar fyrirtækisins. 

Önnur leið sem væri þess virði að athuga væri að REI stofnaði hlutafélög um mismunandi framkvæmdir, s.s. að sérstakt hlutafélag væri stofnað fyrir framkvæmdir í Djíbjúti, annað fyrir Jemen og svo koll af kolli.  Íslenskum fjárfestar gætu komið að félögunum sem og að reynt yrði að fá heimamenn á hverjum stað ásamt alþjóðlegum fjárfestum til þátttöku.

Þriðja leiðin væri svo að breyta REI í ráðgjafar og rannsóknarfyrirætki, sem eingöngu tæki að sér verkefni gegn greiðslu, en stæði ekki í neinum fjárfestingum.

En það verður að búa til "vegvísi" fyrir fyrirtækið, en ekki spila áfram eftir eyranu.  Kjósendur (og viðskiptavinir Orkuveitunnar) eiga heimtingu á því að vita hvert stjórnmálamenn stefna með fyrirtækið.

 


mbl.is Skoða aðkomu fjárfesta og halda áfram verkefnum REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband