16.4.2008 | 04:00
Hinn daglegi vígvöllur
Þessi frétt sem ég var að enda við að lesa á Vísi, vakti mér örlitinn hroll. Hér er fjallað um agavandamál í Íslenskum grunnskólum og hvernig daglegt starfsumhverfi kennara geti orðið þegar verst lætur.
En auðvitað eru það ekki eingöngu kennarar sem eru fórnarlömb slíks ástands. Þeir sem mest líða fyrir ástandið eru börnin, börnin sem vilja læra, en njóta ekki skólans vegna slæmrar og ólíðandi hegðunar einstakra samnemenda sinna og því úrræðaleysi sem skólayfirvöld þurfa að búa við.
Eða eins og segir í fréttinni:
Atli segir sökina liggja að miklu leyti í þeirri menntastefnu sem nú er við lýði. Grunnskólinn ráði ekki við það hlutverk að annast uppeldi barna og menntakerfið virðist því ætla enda eins og önnur opinber kerfi. Þau lofa að gera allt fyrir alla, en krepera á sjálfum sér og gera á endanum ekki neitt fyrir neinn.
Atli segir að skólastjórnendur verði að fá ótvíræðar heimildir til að beita ráðum sem duga gegn slæmri hegðun. Meðal þess sem Atli leggur til er að: Sekta foreldra ef börn skrópa í grunnskóla, að útskrifa ekki börn eftir 10 ár heldur þegar markmið skólagöngunnar hafa náðst og þeir sem ekki kunna að haga sér fái sérstaka kennslu í hegðun sem bætist við venjulegan skóladag.
En hvað er til ráða? Þau ráð sem nefnd eru í fréttinni geta ábyggilega komið að notum, en einhvern tíma heyrði ég þá tillögu að best væri að stækka bekkina, og hafa 2. kennara í hverri kennslustund, nemendur á kennara yrðu svipuð tala, en kennararnir myndu njóta gríðarlegs stuðnings hver af öðrum.
En þetta er vandamál sem þarfnast úrlausnar, og það fyrr en síðar.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:25 | Facebook
Athugasemdir
þetta mun alltaf verða vandamál, engin úrræði geta breytt því að góðir krakkar þurfa oft að rekast með erfiðum krökkum, sumir kennarar ráða ekki við nein læti, og skróp er nauðsynlegt, að sekta fyrir það er bara geðsýki. Hvað ef t.d einelti veldur skrópi, ætti þá ekki kennarinn eða skólinn að borga sekt fyrir að það hafi átt sér stað? Nei, kannski er málið að minnka bara aðeins þessa skólaskyldugeðveiki og finna uppá einhverju öðru...
halkatla, 16.4.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.