29.10.2006 | 14:17
Útflutningur á "þjóðaríþróttinni"?
Það verður að taka það fram að ég hef ekki Extra Bladet undir höndum og hef því aðeins séð takmarkaða umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið.
En heldur þykir mér lítið búa að baki stórra auglýsinga Extra Bladet ef þetta er allt og sumt. Íslendingar eru sem sé að flytja út sína gömlu "þjóðaríþrótt", skattsvik, eða eins og þetta heitir í dag "skattahliðrun", "að notfæra sér gloppur í skattkerfinu" og svo framvegis.
Það eru nú þó nokkrir dönsku lögfræðingarnir sem hafa lífsviðurværi sitt af þeim leiknum, og svo ku það vera víða um lönd.
Ef ekki er meira "kjöt á beinum" þeirra Extra Blad manna, er þetta "ódýr" árás á íslenska viðskiptamenn.
En vonandi birtist öll greinin þýdd í íslenskum miðlum og svo framhaldið.
Hér er það eina sem ég fann á vefsíðu Extra Bladet.
Ekstra Bladet segir viðskipti Íslendinga erlendis líkjast skattaundandrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.