Að auglýsa eða ekki að auglýsa?

Er það ekki stóra spurningin hvað varðar prófkjörin eru annars vegar?  En það hlýtur að vekja athygli þegar ákveðið er að bannað sé að auglýsa, en svo brýtur einn frambjóðandinn bannið?

Ekki hef ég séð Fréttablaðið en rakst á þetta hér á blogginu (hver segir að blog hafi ekki áhrif?), nánar tiltekið hjá Ómari R. Valdimarssyni.

En þetta vekur upp ýmsar spurningar, en helst þó hvað viðurlögum geta stjórnmálaflokkar beitt, eða eiga að beita?

Á að vísa viðkomandi frambjóðanda úr prófkjörinu?  Á að dæma hann til fésektar? 

Hvaða viðurlögum á að beita frambjóðendur sem ekki hlýta reglum?  Það hlýtur að teljast áríðandi að frambjóðendur komist ekki upp með að brjóta reglur flokka og prófkjara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband