6.4.2008 | 14:53
Það sem gerist í svefnherberginu ...
Mig minnir að það hafi verið Pierre Trudeau, fyrrum forsætisráðherra Kanada sem sagði að .. The government should have no interest in what happens in the bedroom. Ekki alveg orðrétt en meiningin var þessi.
Ég held að það sama ætti að gilda um fleiri, þar á meðal fjölmiðla og kappakstursmenn.
Ekki það að í sjálfu sér er mér nokk sama hvort að Mosley sé forseti áfram eður ei, en það ber að dæma hann út frá því starfi sem hann hefur innt af hendi fyrir FIA, en ekki gleyma sér í safaríkum sögum af einkalífi hans.
Vissulega er þessi umfjöllun ekki íþróttinni til framdráttar, og "pressa" af þessu tagi aldrei æskileg, en þetta er farið að bera nokkurn keim af nornaveiðum.
Vilja að Mosley segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.