Tvær meginástæður fyrir því að Georg W. Bush varð og er forseti Bandaríkjanna.

Það þykir fínt að hnýta í Bush.  Reyndar á hann sér fá formælendur og margir eru þeirrar skoðunar að hann sé versti forseti sem setið hefur í Bandaríkjunum og líklega þó að víðar væri leitað.

Ég get tekið undir það að margt hefur farið úrskeiðis á valdatíma Bush, þó að ýmislegt reyndar hafi sömuleiðis verið vel gert, en það fer öllu jöfnu mikið lægra.

Reyndar er ég orðinn það gamall að ég man eftir því þegar fullyrt var að Reagan væri versti forseti í sögu Bandaríkjanna, og lúnir vinstri sinnar gengu með barmmerki, þar sem spurt var hvar Lee Harvey Oswald væri, nú þegar hans væri virklega þörf, en það er önnur saga.

En nú þegar fer að hilla undir endalok valdatíma Bush, er ekki úr vegi að rifja upp tvær meginástæður fyrir því að hann varð forseti og er það enn.

1. Al Gore

2. John Kerry

Persónulega er ég farinn að hallast að því að annaðhvort Hillary Clinton, en þó líklega Barack Obama, verði ástæðan fyrir því að John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband