31.3.2008 | 20:10
Blóð rauðir vellir
Rakst á þetta á vef NYT. Hér má sá "lokaorð" Dith Pran, en hann er Kambadíumaður en kvikmyndin "The Killing Fields" byggir á lífi hans og hremmingum undir stjórn Rauðu Khmerana.
Það vill svo til að ég er nýbúin að lesa ævisögu Pol Pot, "Pol Pot - Anatomy of a Nightmare" og myndina sá ég fyrir mörgum árum.
Þetta er saga sem (eins og svo margar aðrar) má ekki gleymast, en ég hvet alla til að gefa sér tíma til að hlusta á það sem Dith Pran hefur að segja.
Það tekur ekki nema örfáar mínútur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Kvikmyndir, Saga | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.