Kræðusnúðar

Stundum fæst ég við þýðingar, sérstaklega á ýmsu smálegu.  Oft er það eitthvað sem Vestur-Íslendingar hér í Toronto hafa í fórum sínum, eitthvað sem forfeður þeirra hafa skilið eftir sig, bréf, eða stuttar ritgerðir, jafnvel ljóð.

Ég reyni eftir besta megni að koma þessu þokkalega óbrengluðu til skila, en stundum lendi ég í vandræðum með ýmis orð sem notuð hafa verið hér á árum áður, en ég kannast hreinlega ekki við.

Svo er með orð sem ég rakst á í dag.  Kræðusnúðar.

Ef einhver lumar á vitneskju um hvers kyns hnossgæti þetta er, en slíku er haldið fram í textanum, yrði ég ævarandi þakklátur fyrir frekari upplýsingar þar að lútandi í athugasemdum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir orðabók háskólans er kræða einhverskonar lággróður í dæmum er til dæmis talað um soðbrauð úr kræðu.  Eins er talað um smásíld sem kræðu en einhvernvegin finnst mér hitt líklegra. En allavega er þetta slóðin á dæmin: http://www.lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=268804&s=326093&l=kr%E6%F0a&m=kr%E6%F0u 

Vona að þú finnir eitthvað út úr þessu.

Kveðja

HJ

Helga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:11

2 Smámynd: haraldurhar

   Kræða hefur merkinguna smár eða smátt, og oft notað um smáa síld og annan fisk sem þótti smár.

    Snúður gæti verið notað um mann sem þykir ekki mjög merkilegur.

  Kræðusnúður =    Smámenni.

  Ekki er ólíklegt að þetta sé bara verið að tala um littla kanelsnúða.

  Áhugavert að vita í hvaða samhengi Kræðusnúðar koma fram í textanum er þú er að snara.

haraldurhar, 30.3.2008 kl. 00:26

3 identicon

Auk þess að vera smásíld er kræða sérstakt afbrigði af fjallagrasi og gæti verið það sem þú ert að leita af

Arnfinnur (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:14

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir þetta.  Það er talað um "kræðusnúða" sem hnossgæti, strax á eftir því að talað er um að þeim hafi ekki þótt fjallgrös neitt sérstök nema soðin í mjólk.  Það virðist passa nokkuð við það sem sjá má í Orðabók Háskólans, þar sem talað er um fjallagrös og kræðu saman.  Þannig má draga þá ályktun að um sé að ræða einhvern fjallagróður.

En, enn og aftur þakkir fyrir aðstoðina.

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband