Utanríkisstefnan innlimuð í Sambandið

Rakst á þessa frétt á vefsíðu Vísis.

Í annað skiptið á stuttu tímabili les ég að Ísland hafi gerst aðili að yfirlýsingu frá Evrópusambandinu.  Ekki að Ísland og ESB hafi gefið út sameigilega yfirlýsingu, heldur að Ísland hafi gerst "aðili" að yfirlýsingu sem ESB sendir frá sér.

Í yfirlýsingunni er enn hamrað á "einu Kína" og réttur Taiwana  til sjálfsákvörðunar um eigin örlög kemur hvergi við sögu í yfirlýsingunni.

Líklega er of mikilvægt fyrir Íslendinga að tryggja sér áfram aðgang að ódýrum kveikjurum og DVD spilurum til þess að við þorum að taka nokkra áhættu.  Svo gæti nú líka verið að Kína hafi yfir nokkrum "þróunaraðstoðaratkvæðum" að ræða þegar kemur að atkvæðagreiðslu um sæti Öryggisráðinu, sem undirstrikar sjálfstæði Íslendinga ef ég hef skilið rétt.

Er þetta það sem Ingibjög Sólrún átti við þegar hún talaði um "sjálfstæða utanríkisstefnu"?

Að "kvitta" bara undir ályktanir sem "Sambandið" hefur þegar sent frá sér?  Er reisnin ekki meiri en það?

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það getur verið snúið að vera kurteis og dipómatískur (hlutverk sem ég er ekkert allt of góður í) í alþjóðamálum.   En persónulega hefði mér þótt meiri reisn yfir því að einhver "bjúrókratinn" hefði í það minnsta umorðað yfirlýsinguna og Íslendingar sent hana út í eigin nafni.

Hitt, að Íslendingar styðji sjálfsákvörðunarrétt Taiwana, hvað þá Tíbeta er eitthvað sem ég vildi gjarna sjá, en það virðist borin von.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband