Þriðja kynslóðin

Nú eru á leið í prófkjör tveir einstaklingar af þriðju kynslóð stjórnmálamanna.  Það eru þeir Guðmundur Steingrímsson, Hermanssonar Jónassonar og Glúmur Baldvinsson, (Jón) Baldvin Hannibalson Valdimarsonar.

Nú get ég ekki sagt að ég hafi stúderað þetta, en held þó að þetta séu fyrstu einstaklingarnir af þriðju kynslóðinni.  Við höfum haft marga stjórnmálamenn af annari kynslóð, svo sem feður þessara einstaklinga, Vilmund Gylfason, Halldór Ásgrímsson, Björn Bjarnason, Valgerður systir hans líka að bjóða sig fram núna, Árni M. Matthiesen, og sjálfsagt er ég að gleyma einhverjum.

En það er vissulega ekkert nýtt að pólítískur áhugi liggi í ættum, en ég heyri skiptar skoðanir á því hvort að menn telji að einstaklingar hagnist á þessari "ættfræði" þegar kemur að prófkjörum og pólítískum frama.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Björn og Valgerður eru í það minnsta af þriðju kynslóð og mig minnir að afi Vilmundar Gylfasonar hafi verið þingmaður um skeið.

Arnljótur Bjarki Bergsson, 24.10.2006 kl. 04:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað, það sýnir hvað ættfræði kunnátta mín er upp á fáa fiska, að ég skuli gleyma Benedikt Sveinssyni. Bestu þakkir fyrir þetta innskot.

G. Tómas Gunnarsson, 24.10.2006 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband